„Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með frjálsa för“ Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 08:00 Selfyssingar fögnuðu vel og innilega þegar þeir urðu Íslandmeistarar í fyrsta sinn árið 2019. Nú er fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar slæm. VÍSIR/VILHELM Formaður handknattleiksdeildar Selfoss segir það algjört „kjaftæði“ að deildin rambi á barmi gjaldþrots og vilji rifta samningum við leikmenn. Staðan sé þó vissulega erfið eftir tvö ár af takmörkunum tengdum kórónuveirufaraldrinum. Selfoss hefur ungað út landsliðsmönnum á undanförnum árum eins og Íslendingar hafa orðið vel varir við á stórmótum, nú síðast Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu, og fyrir þremur árum varð liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar var því haldið fram að nú væri hins vegar heldur dekkra yfir á bökkum Ölfusár, og að Selfyssingar skulduðu um og yfir 30 milljónir króna og hefðu tilkynnt ákveðnum leikmönnum að þeim væri frjálst að yfirgefa félagið í sumar: „Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Vísi og vill ekki meina að félagið muni að verulegu leyti draga saman seglin: „Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með „frjálsa för“. Við ætlum að halda áfram okkar öfluga starfi en við þurfum að gefa í til að geta klárað þetta verkefni. Auðvitað mun þetta hafa áhrif á reksturinn en við munum ekki segja upp leikmannasamningum með neinum hætti,“ segir Þórir. Það sé því kolrangt að ætla að það stefni í „brunaútsölu“ hjá Selfyssingum á leikmannamarkaðnum í vor: „Algjörlega. Það er ekki í myndinni.“ Selfyssingar eru væntanlega á leið í úrslitakeppni í vor en þeir sitja í 6. sæti Olís-deildarinnar eftir 15 leiki af 22.Vísir/Elín Björg Þó að Þórir segi rangt að Selfoss skuldi 30 milljónir króna viðurkennir hann að fjárhagsstaðan hafi versnað mikið í kórónuveirufaraldrinum, þó að Árborg hafi hlaupið undir bagga og bætt upp tekjutap vegna miðasölu frá síðustu áramótum. Tugmilljóna tap vegna Covid „Fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar á Selfossi er slæm, eins og margra annarra félaga, eftir að hafa orðið fyrir tugmilljóna tapi vegna Covid sem ekki hefur verið bætt. Það er verkefni sem við höfum verið og erum að vinna að. Við erum að leita stuðnings hjá styrktaraðilum og sveitarfélagi, og ef að ekkert kemur til þá er þetta eitthvað sem að við þurfum að fást við yfir nokkur ár. Við munum auðvitað bara klára það verkefni en okkur finnst mjög ósanngjarnt að deild sem að hefur verið í mjög góðum rekstri sitji allt í einu uppi með skuldahala af því að allar foresendur bresta þegar öllu er skellt í lás og það koma takmarkaðar bætur á móti,“ segir Þórir sem segir úrræði ríkisins hingað til engan veginn hafa dugað. Selfoss hefur skilað sterkum leikmönnum inn í íslenska landsliðið á síðustu árum, eins og Elvari Erni Jónssyni sem hér fagnar með stuðningsmönnum þegar liðið var að verða Íslandsmeistari fyrir þremur árum.VÍSIR/VILHELM Gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða „Tjónið liggur náttúrulega í því að áhorfendatekjur hafa í tvö ár, frá upphafi Covid, verið nánast engar. Verulegur hluti af okkar tekjum kemur af leikjum á vorin, auk stórra móta og annarra tekjuaflana sem við stöndum fyrir. Bylgjur faraldursins komu því mjög illa við helstu tekjuöflunartímabil okkar,“ segir Þórir og bætir við: „Tjónið nam vissulega tugmilljónum hjá okkur, ég vil ekki gefa upp ákveðnar tölur í því samhengi, en þetta eru verulegar fjárhæðir sem við þurfum að ná til baka. Við erum búin að gera áætlanir um að ef við þurfum að bera allt tjónið sjálf þá munum við ná því niður á 4-5 árum, og við höfum þegar náð miklum árangri í að ná niður þessu tjóni, en það verður auðvitað gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða á næstu árum að halda uppi öflugri og fullri starfsemi samhliða því að bæta upp Covid-tapið.“ Olís-deild karla Handbolti Samkomubann á Íslandi Árborg Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Selfoss hefur ungað út landsliðsmönnum á undanförnum árum eins og Íslendingar hafa orðið vel varir við á stórmótum, nú síðast Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu, og fyrir þremur árum varð liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar var því haldið fram að nú væri hins vegar heldur dekkra yfir á bökkum Ölfusár, og að Selfyssingar skulduðu um og yfir 30 milljónir króna og hefðu tilkynnt ákveðnum leikmönnum að þeim væri frjálst að yfirgefa félagið í sumar: „Þetta er bara kjaftæði,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Vísi og vill ekki meina að félagið muni að verulegu leyti draga saman seglin: „Deildin er ekki að fara í gjaldþrot og það eru engir leikmenn með „frjálsa för“. Við ætlum að halda áfram okkar öfluga starfi en við þurfum að gefa í til að geta klárað þetta verkefni. Auðvitað mun þetta hafa áhrif á reksturinn en við munum ekki segja upp leikmannasamningum með neinum hætti,“ segir Þórir. Það sé því kolrangt að ætla að það stefni í „brunaútsölu“ hjá Selfyssingum á leikmannamarkaðnum í vor: „Algjörlega. Það er ekki í myndinni.“ Selfyssingar eru væntanlega á leið í úrslitakeppni í vor en þeir sitja í 6. sæti Olís-deildarinnar eftir 15 leiki af 22.Vísir/Elín Björg Þó að Þórir segi rangt að Selfoss skuldi 30 milljónir króna viðurkennir hann að fjárhagsstaðan hafi versnað mikið í kórónuveirufaraldrinum, þó að Árborg hafi hlaupið undir bagga og bætt upp tekjutap vegna miðasölu frá síðustu áramótum. Tugmilljóna tap vegna Covid „Fjárhagsstaða handknattleiksdeildarinnar á Selfossi er slæm, eins og margra annarra félaga, eftir að hafa orðið fyrir tugmilljóna tapi vegna Covid sem ekki hefur verið bætt. Það er verkefni sem við höfum verið og erum að vinna að. Við erum að leita stuðnings hjá styrktaraðilum og sveitarfélagi, og ef að ekkert kemur til þá er þetta eitthvað sem að við þurfum að fást við yfir nokkur ár. Við munum auðvitað bara klára það verkefni en okkur finnst mjög ósanngjarnt að deild sem að hefur verið í mjög góðum rekstri sitji allt í einu uppi með skuldahala af því að allar foresendur bresta þegar öllu er skellt í lás og það koma takmarkaðar bætur á móti,“ segir Þórir sem segir úrræði ríkisins hingað til engan veginn hafa dugað. Selfoss hefur skilað sterkum leikmönnum inn í íslenska landsliðið á síðustu árum, eins og Elvari Erni Jónssyni sem hér fagnar með stuðningsmönnum þegar liðið var að verða Íslandsmeistari fyrir þremur árum.VÍSIR/VILHELM Gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða „Tjónið liggur náttúrulega í því að áhorfendatekjur hafa í tvö ár, frá upphafi Covid, verið nánast engar. Verulegur hluti af okkar tekjum kemur af leikjum á vorin, auk stórra móta og annarra tekjuaflana sem við stöndum fyrir. Bylgjur faraldursins komu því mjög illa við helstu tekjuöflunartímabil okkar,“ segir Þórir og bætir við: „Tjónið nam vissulega tugmilljónum hjá okkur, ég vil ekki gefa upp ákveðnar tölur í því samhengi, en þetta eru verulegar fjárhæðir sem við þurfum að ná til baka. Við erum búin að gera áætlanir um að ef við þurfum að bera allt tjónið sjálf þá munum við ná því niður á 4-5 árum, og við höfum þegar náð miklum árangri í að ná niður þessu tjóni, en það verður auðvitað gríðarlega erfitt verkefni fyrir sjálfboðaliða á næstu árum að halda uppi öflugri og fullri starfsemi samhliða því að bæta upp Covid-tapið.“
Olís-deild karla Handbolti Samkomubann á Íslandi Árborg Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni