Ef við værum að búa til skóla Geir Finnsson skrifar 24. febrúar 2022 07:00 Ímyndum okkur að við værum fyrst núna að búa til grunnskóla. Við kæmum saman og tækjum þá ákvörðun að börnin okkar ættu að fara eitthvert alla virka daga til að öðlast þekkingu, reynslu og þroska meðan foreldrar þeirra væru í vinnunni. Það liði sjálfsagt ekki á löngu áður en mörgum yrði ljóst að börn hafi mismunandi styrkleika, getu og ólíkan bakgrunn. Börn nútímans eru þar að auki með aðrar þarfir og tæknimiðaðri þekkingu en börn af fyrri kynslóðum. Niðurstaðan yrði trúlegast að þessi nýi grunnskóli þyrfti frá upphafi að mæta öllum þessum mismunandi þörfum. Annars þætti hann peninga- og tímasóun sem kæmi fáum börnum að gagni. Löngu ljóst hvað hentar best Í kennaranámi mínu þurfti ég ekki að lesa margar blaðsíður í kennslufræðibókum til að átta mig á að börn læra og þroskast best í hlýju, öruggu og nærandi umhverfi. Sérfræðingar um allan heim virðast í rauninni löngu búnir að átta sig á því hvers konar kennsluumhverfi hentar nemendum best. Þess vegna skýtur það skökku við að skólakerfið okkar sé einfaldlega ekki þar, heldur enn byggt á föstum, gömlum grunni frá tímum þar sem þekking á þörfum barna var allt önnur en hún er nú. Í stað þess að leggja aðaláherslu á fjölbreyttar þarfir barna, miðast kerfið við að þau sitji kyrr, þegi og hlýði meðan sérfræðingurinn fóðrar þau á upplýsingum. Slíkt kerfi útskrifar ekki einstaklinga sem hugsa sjálfstætt og sýna frumkvæði. Núverandi kerfi hentar fáum Þetta er engu að síður veruleiki grunnskólabarna og kennara í dag. Stórum hópum barna er komið fyrir í kennslustofum og eru mörg þeirra með sérþarfir sem krefjast sérstakrar athygli. Á sama tíma er ætlast til að kennarinn njóti óskiptrar athygli þeirra allra. Kennarinn, sá sem á að sinna þessum margslungna hópi, efla þroska hans og þekkingu, þarf að gera það einn, lítt studdur og án annarra sérfræðinga sér við hlið. Þetta kerfi er hvorki kennara né nemendum í hag. Ég vil betra skólakerfi en það sem ég upplifði sjálfur Sjálfur hef ég misgóðar sögur að segja af eigin grunnskólagöngu. Þegar í ljós kom að ég átti erfitt með visst nám og upplifði töluverða vanlíðan á köflum voru úrræðin ekki til að bæta stöðuna, jafnvel þótt ég hafi verið umkringdur góðu starfsfólki sem reyndi að gera sitt besta. Vegna þessarar reynslu minnar hef ég verið gagntekinn af þeirri hugsjón að gera skólann betri og í stakk búinn til að sinna sínu hlutverki af alúð. Bæði í kennaranámi mínu og nú í starfi mínu sem kennari hef ég gert rannsókn á innleiðingu nýrra og nútímalegri kennsluhátta. Ég hef líka starfað út frá þeim, samhliða því að þróa þá í takt við tækninýjungar hverju sinni. Lausnirnar eru til Þó að grunnskólar borgarinnar hafi tekið breytingum og notið aukins fjármagns á síðastliðnum árum, er ljóst að meira þarf að koma til svo að það skili sér niður á gólfið þar sem hin daglega starfsemi fer fram. Við eigum að krefjast þess að leitað verði allra leiða til að breyta kerfinu þannig að það verði skipulagt út frá þörfum nemenda og kennara. Lausnirnar eru til, hægt er að innleiða nýjar og árangursríkari kennslunálganir sem gera þörfum allra nemenda hærra undir höfði en áður. Að mínu mati er besta leiðin fram á við fólgin í auknu vali og frelsi nemenda og kennara til að mæta betur kröfum þeirra, áhugasviði og hæfni. Í því skyni tel ég brýnt að eiga í virku samtali við einkarekna skóla en margir þeirra hafa tekið stór skref í áttina að nýjum kennsluháttum sem taka mið af þörfum allra barna. Við eigum að nýta okkur lausnir og þau tækifæri sem eru í boði því annað er ávísun á stöðnun. Jafnframt eigum við að vera óhrædd við að gera breytingar á skipulagi skólastarfsins alls og endurhugsa það frá grunni svo við getum treyst því að börnin fái besta mögulega umhverfið til að blómstra og tækifæri til að rækta það góða sem í þeim býr. Annað er óásættanlegt og ekki í takt við tímann. Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Geir Finnsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að við værum fyrst núna að búa til grunnskóla. Við kæmum saman og tækjum þá ákvörðun að börnin okkar ættu að fara eitthvert alla virka daga til að öðlast þekkingu, reynslu og þroska meðan foreldrar þeirra væru í vinnunni. Það liði sjálfsagt ekki á löngu áður en mörgum yrði ljóst að börn hafi mismunandi styrkleika, getu og ólíkan bakgrunn. Börn nútímans eru þar að auki með aðrar þarfir og tæknimiðaðri þekkingu en börn af fyrri kynslóðum. Niðurstaðan yrði trúlegast að þessi nýi grunnskóli þyrfti frá upphafi að mæta öllum þessum mismunandi þörfum. Annars þætti hann peninga- og tímasóun sem kæmi fáum börnum að gagni. Löngu ljóst hvað hentar best Í kennaranámi mínu þurfti ég ekki að lesa margar blaðsíður í kennslufræðibókum til að átta mig á að börn læra og þroskast best í hlýju, öruggu og nærandi umhverfi. Sérfræðingar um allan heim virðast í rauninni löngu búnir að átta sig á því hvers konar kennsluumhverfi hentar nemendum best. Þess vegna skýtur það skökku við að skólakerfið okkar sé einfaldlega ekki þar, heldur enn byggt á föstum, gömlum grunni frá tímum þar sem þekking á þörfum barna var allt önnur en hún er nú. Í stað þess að leggja aðaláherslu á fjölbreyttar þarfir barna, miðast kerfið við að þau sitji kyrr, þegi og hlýði meðan sérfræðingurinn fóðrar þau á upplýsingum. Slíkt kerfi útskrifar ekki einstaklinga sem hugsa sjálfstætt og sýna frumkvæði. Núverandi kerfi hentar fáum Þetta er engu að síður veruleiki grunnskólabarna og kennara í dag. Stórum hópum barna er komið fyrir í kennslustofum og eru mörg þeirra með sérþarfir sem krefjast sérstakrar athygli. Á sama tíma er ætlast til að kennarinn njóti óskiptrar athygli þeirra allra. Kennarinn, sá sem á að sinna þessum margslungna hópi, efla þroska hans og þekkingu, þarf að gera það einn, lítt studdur og án annarra sérfræðinga sér við hlið. Þetta kerfi er hvorki kennara né nemendum í hag. Ég vil betra skólakerfi en það sem ég upplifði sjálfur Sjálfur hef ég misgóðar sögur að segja af eigin grunnskólagöngu. Þegar í ljós kom að ég átti erfitt með visst nám og upplifði töluverða vanlíðan á köflum voru úrræðin ekki til að bæta stöðuna, jafnvel þótt ég hafi verið umkringdur góðu starfsfólki sem reyndi að gera sitt besta. Vegna þessarar reynslu minnar hef ég verið gagntekinn af þeirri hugsjón að gera skólann betri og í stakk búinn til að sinna sínu hlutverki af alúð. Bæði í kennaranámi mínu og nú í starfi mínu sem kennari hef ég gert rannsókn á innleiðingu nýrra og nútímalegri kennsluhátta. Ég hef líka starfað út frá þeim, samhliða því að þróa þá í takt við tækninýjungar hverju sinni. Lausnirnar eru til Þó að grunnskólar borgarinnar hafi tekið breytingum og notið aukins fjármagns á síðastliðnum árum, er ljóst að meira þarf að koma til svo að það skili sér niður á gólfið þar sem hin daglega starfsemi fer fram. Við eigum að krefjast þess að leitað verði allra leiða til að breyta kerfinu þannig að það verði skipulagt út frá þörfum nemenda og kennara. Lausnirnar eru til, hægt er að innleiða nýjar og árangursríkari kennslunálganir sem gera þörfum allra nemenda hærra undir höfði en áður. Að mínu mati er besta leiðin fram á við fólgin í auknu vali og frelsi nemenda og kennara til að mæta betur kröfum þeirra, áhugasviði og hæfni. Í því skyni tel ég brýnt að eiga í virku samtali við einkarekna skóla en margir þeirra hafa tekið stór skref í áttina að nýjum kennsluháttum sem taka mið af þörfum allra barna. Við eigum að nýta okkur lausnir og þau tækifæri sem eru í boði því annað er ávísun á stöðnun. Jafnframt eigum við að vera óhrædd við að gera breytingar á skipulagi skólastarfsins alls og endurhugsa það frá grunni svo við getum treyst því að börnin fái besta mögulega umhverfið til að blómstra og tækifæri til að rækta það góða sem í þeim býr. Annað er óásættanlegt og ekki í takt við tímann. Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun