Geir Finnsson

Fréttamynd

Ungt fólk vill völd

Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta.

Skoðun
Fréttamynd

Reynsla mín af gervi­greind í mennta­skóla­kennslu

Nýlegar framfarir í gervigreind hafa kallað fram breytingar á ýmsum sviðum samfélagsins og eru skólar þar engin undantekning. Í nýlegum þætti Kveiks á RÚV voru áhrifum gervigreindar á skólasamfélagið gerð góð skil og hefur sú umfjöllun fengið okkur til umhugsunar um hvort íslenskum skólum takist yfir höfuð að mæta nútímalegum þörfum nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

Lækkum kosninga­aldurinn í 16 ára

Á Alþingi hefur verið lagt framfrumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna.

Skoðun
Fréttamynd

Not­endur strætó eru aug­ljós­lega vanda­málið

Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda.

Skoðun
Fréttamynd

Hver hlustar á unga fólkið?

Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá.

Skoðun
Fréttamynd

Að breyta Reykja­vík

Fátt finnst okkur frambjóðendum skemmtilegra en að tala um breytingar. Hugsanlega er það vegna þess að flestir eiga sér draum um betra líf og því auðvelt að ná til fólks og ræða um jákvæðar nýjungar, án þess endilega að fara út í einhver smáatriði varðandi það sem maður vill breyta og hvernig.

Skoðun
Fréttamynd

Ef við værum að búa til skóla

Ímyndum okkur að við værum fyrst núna að búa til grunnskóla. Við kæmum saman og tækjum þá ákvörðun að börnin okkar ættu að fara eitthvert alla virka daga til að öðlast þekkingu, reynslu og þroska meðan foreldrar þeirra væru í vinnunni.

Skoðun
Fréttamynd

Núna er rétti tíminn til að breyta skólanum

Ungmenni allra tíma eiga það sameiginlegt að koma með ferska sýn og gera nýjar kröfur til samfélagsins. Undir þetta geta flestir kennarar tekið. Nýjar kynslóðir alast upp við öðruvísi þekkingu og þarfir sem skólasamfélagið verður að mæta. Til þess þarf nýja kennslunálgun sem grípur nemendur og býr þá undir samfélagið sem bíður þeirra að námi loknu. Leiðin að því marki þarf hins vegar ekki að vera úr sjónmáli. Það er nefnilega hægt að innleiða vendinám.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi til að velja á milli raun­hæfra kosta

Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk er ungu fólki best

Í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins voru smit tíðust á meðal fólks undir þrítugu og fóru því spjótin að beinast gegn ungu fólki. Þá ályktuðu m.a. heilbrigðisyfirvöld að ástæðan hlyti að stafa af misbresti í upplýsingagjöf til yngri kynslóða.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölbreytt úrræði í þágu borgarbúa

Umferðarmenning okkar hefur hingað til miðast við nánast óhjákvæmilega nauðsyn fyrir einkabílinn og er notkun hans orðin það mikil að hún teppir umferð, torveldar samgöngur og eykur mengun.

Skoðun