Fengu innblástur frá Cool Runnings og eru mættir á Vetrarólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 16:32 Jamaíkumenn beittu frumlegum aðferðum við að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika á kórónuveirutímum. Hér er Shanwayne Stephens að ýta bíl með liðsfélaga sinn Nimroy Turgott við stýrið, í Peterborough á Englandi þar sem Stephens býr. Getty/Shaun Botterill Margir muna eftir ævintýri Jamaíkumannanna sem tóku þátt í fjögurra manna bobsleðakeppninni á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988, sem kvikmyndin Cool Runnings fjallar um. Jamaíka á aftur lið í keppninni í ár. Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“ Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira