Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 23:24 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað. „Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
„Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira