Kaupmáttur eða fleiri krónur? Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun