Umfangsmikil netárás var gerð á heildsölur Ó. Johnson & Kaaber, Sælkeradreifingar og Ísam í dag. Starfsemi fyrirtækjanna hefur því legið niðri í allan dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu um málið, þar sem segir að netöryggissveit Cert-is og lögreglu hefði verið tilkynnt um árásina. Teymi sérfræðinga, meðal annars frá netöryggisfyrirtækinu Syndis, vinni nú hörðum höndum að því að greina árásina og koma kerfum fyrirtækjanna í lag á nýjan leik.
„Árásin hefur valdið mikilli truflun á allri starfseminni og harma fyrirtækin að það hafi komið niður á viðskiptavinum þeirra en vona jafnframt að þeir sýni því skilning. Unnið er að því að gera kerfin starfhæf á ný sem allra fyrst,“ segir þá í tilkynningunni.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira