Bumbulið fékk „draumafélagaskipti“ og Roberto Carlos leikur með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Roberto Carlos er kannski kominn af sínu léttasta skeiði en líklega kann hann þó enn að sparka í bolta. Alex Livesey/Getty Images Roberto Carlos, fyrrum vinstri bakvörður brasilíska landsliðsins í fótbolta, mun leika einn leik með bumbuliði á Englandi eftir að liðið tók þátt í happdrætti á eBay. Liðsmenn The Bull In The Barne vöknuðu við góðar fréttir á laugardaginn þegar þeir fréttu að þeir hefðu unnið í happdrætti á eBay. Vinningurinn var ekki af verri gerðinni, en Roberto Carlos, vinstri bakvörður heimsmeistaraliðs Brasilíu frá 2002, mun leika einn leik með liðinu í þessum mánuði. Vinningurinn felur í sér að Carlos komi inn af bekknum í einum leik liðsins í Shrewsbury & District deildinni í febrúarmánuði. Carlos er orðinn 48 ára, en ekki er ólíklegt að hann sé þó enn nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan leikmenn deildarinnar. Matthew Brown, framherji og ritari The Bull In The Barne, segist alls ekki hafa trúað því að fyrrum bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins væri að fara að spila með honum. „Þú borgar fimm pund til að taka þátt í happdrættinu og átt þá möguleika á að vinna það að atvinnumaður spili fyrir liðið þitt. Einn af strákunum spurði hvort að við ættum ekki bara að láta vaða og svo unnum við þetta bara,“ sagði Brown í samtali við BBC. „Á föstudaginn sendi þjálfarinn okkar, Ed Speller, okkur skilaboð til að láta okkur vita að við hefðum unnið. Enginn okkar trúði honum. Við héldum að hann væri að fíflast.“ „Ég fór út á lífið á föstudagskvöldið og þegar ég vaknaði með smá hausverk á laugardaginn var ég með nokkur skilaboð í símanum þar sem fólk var að spurja hvort þetta væri satt með Roberto Carlos. Á þeim tímpunkti hugsaði ég: „Þetta getur ekki verið að gerast. Þetta er bara draumur.““ Brazil legend Roberto Carlos set to make appearance for Shropshire pub team https://t.co/0zGYKDEZbb— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022 Roberto Carlos lék stærstan hluta ferils síns með Real Madrid. Þar lék hann 370 deildarleiki og skoraði í þeim 47 mörk sem verður að teljast nokkuð gott fyrir bakvörð. Á tíma sínum hjá Real Madrid vann hann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar. Þá lék hann einnig 125 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna Copa America tvisvar ásamt því að verða heimsmeistari árið 2002. Fótbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Liðsmenn The Bull In The Barne vöknuðu við góðar fréttir á laugardaginn þegar þeir fréttu að þeir hefðu unnið í happdrætti á eBay. Vinningurinn var ekki af verri gerðinni, en Roberto Carlos, vinstri bakvörður heimsmeistaraliðs Brasilíu frá 2002, mun leika einn leik með liðinu í þessum mánuði. Vinningurinn felur í sér að Carlos komi inn af bekknum í einum leik liðsins í Shrewsbury & District deildinni í febrúarmánuði. Carlos er orðinn 48 ára, en ekki er ólíklegt að hann sé þó enn nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan leikmenn deildarinnar. Matthew Brown, framherji og ritari The Bull In The Barne, segist alls ekki hafa trúað því að fyrrum bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins væri að fara að spila með honum. „Þú borgar fimm pund til að taka þátt í happdrættinu og átt þá möguleika á að vinna það að atvinnumaður spili fyrir liðið þitt. Einn af strákunum spurði hvort að við ættum ekki bara að láta vaða og svo unnum við þetta bara,“ sagði Brown í samtali við BBC. „Á föstudaginn sendi þjálfarinn okkar, Ed Speller, okkur skilaboð til að láta okkur vita að við hefðum unnið. Enginn okkar trúði honum. Við héldum að hann væri að fíflast.“ „Ég fór út á lífið á föstudagskvöldið og þegar ég vaknaði með smá hausverk á laugardaginn var ég með nokkur skilaboð í símanum þar sem fólk var að spurja hvort þetta væri satt með Roberto Carlos. Á þeim tímpunkti hugsaði ég: „Þetta getur ekki verið að gerast. Þetta er bara draumur.““ Brazil legend Roberto Carlos set to make appearance for Shropshire pub team https://t.co/0zGYKDEZbb— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022 Roberto Carlos lék stærstan hluta ferils síns með Real Madrid. Þar lék hann 370 deildarleiki og skoraði í þeim 47 mörk sem verður að teljast nokkuð gott fyrir bakvörð. Á tíma sínum hjá Real Madrid vann hann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar. Þá lék hann einnig 125 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna Copa America tvisvar ásamt því að verða heimsmeistari árið 2002.
Fótbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira