Bumbulið fékk „draumafélagaskipti“ og Roberto Carlos leikur með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Roberto Carlos er kannski kominn af sínu léttasta skeiði en líklega kann hann þó enn að sparka í bolta. Alex Livesey/Getty Images Roberto Carlos, fyrrum vinstri bakvörður brasilíska landsliðsins í fótbolta, mun leika einn leik með bumbuliði á Englandi eftir að liðið tók þátt í happdrætti á eBay. Liðsmenn The Bull In The Barne vöknuðu við góðar fréttir á laugardaginn þegar þeir fréttu að þeir hefðu unnið í happdrætti á eBay. Vinningurinn var ekki af verri gerðinni, en Roberto Carlos, vinstri bakvörður heimsmeistaraliðs Brasilíu frá 2002, mun leika einn leik með liðinu í þessum mánuði. Vinningurinn felur í sér að Carlos komi inn af bekknum í einum leik liðsins í Shrewsbury & District deildinni í febrúarmánuði. Carlos er orðinn 48 ára, en ekki er ólíklegt að hann sé þó enn nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan leikmenn deildarinnar. Matthew Brown, framherji og ritari The Bull In The Barne, segist alls ekki hafa trúað því að fyrrum bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins væri að fara að spila með honum. „Þú borgar fimm pund til að taka þátt í happdrættinu og átt þá möguleika á að vinna það að atvinnumaður spili fyrir liðið þitt. Einn af strákunum spurði hvort að við ættum ekki bara að láta vaða og svo unnum við þetta bara,“ sagði Brown í samtali við BBC. „Á föstudaginn sendi þjálfarinn okkar, Ed Speller, okkur skilaboð til að láta okkur vita að við hefðum unnið. Enginn okkar trúði honum. Við héldum að hann væri að fíflast.“ „Ég fór út á lífið á föstudagskvöldið og þegar ég vaknaði með smá hausverk á laugardaginn var ég með nokkur skilaboð í símanum þar sem fólk var að spurja hvort þetta væri satt með Roberto Carlos. Á þeim tímpunkti hugsaði ég: „Þetta getur ekki verið að gerast. Þetta er bara draumur.““ Brazil legend Roberto Carlos set to make appearance for Shropshire pub team https://t.co/0zGYKDEZbb— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022 Roberto Carlos lék stærstan hluta ferils síns með Real Madrid. Þar lék hann 370 deildarleiki og skoraði í þeim 47 mörk sem verður að teljast nokkuð gott fyrir bakvörð. Á tíma sínum hjá Real Madrid vann hann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar. Þá lék hann einnig 125 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna Copa America tvisvar ásamt því að verða heimsmeistari árið 2002. Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira
Liðsmenn The Bull In The Barne vöknuðu við góðar fréttir á laugardaginn þegar þeir fréttu að þeir hefðu unnið í happdrætti á eBay. Vinningurinn var ekki af verri gerðinni, en Roberto Carlos, vinstri bakvörður heimsmeistaraliðs Brasilíu frá 2002, mun leika einn leik með liðinu í þessum mánuði. Vinningurinn felur í sér að Carlos komi inn af bekknum í einum leik liðsins í Shrewsbury & District deildinni í febrúarmánuði. Carlos er orðinn 48 ára, en ekki er ólíklegt að hann sé þó enn nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan leikmenn deildarinnar. Matthew Brown, framherji og ritari The Bull In The Barne, segist alls ekki hafa trúað því að fyrrum bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins væri að fara að spila með honum. „Þú borgar fimm pund til að taka þátt í happdrættinu og átt þá möguleika á að vinna það að atvinnumaður spili fyrir liðið þitt. Einn af strákunum spurði hvort að við ættum ekki bara að láta vaða og svo unnum við þetta bara,“ sagði Brown í samtali við BBC. „Á föstudaginn sendi þjálfarinn okkar, Ed Speller, okkur skilaboð til að láta okkur vita að við hefðum unnið. Enginn okkar trúði honum. Við héldum að hann væri að fíflast.“ „Ég fór út á lífið á föstudagskvöldið og þegar ég vaknaði með smá hausverk á laugardaginn var ég með nokkur skilaboð í símanum þar sem fólk var að spurja hvort þetta væri satt með Roberto Carlos. Á þeim tímpunkti hugsaði ég: „Þetta getur ekki verið að gerast. Þetta er bara draumur.““ Brazil legend Roberto Carlos set to make appearance for Shropshire pub team https://t.co/0zGYKDEZbb— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022 Roberto Carlos lék stærstan hluta ferils síns með Real Madrid. Þar lék hann 370 deildarleiki og skoraði í þeim 47 mörk sem verður að teljast nokkuð gott fyrir bakvörð. Á tíma sínum hjá Real Madrid vann hann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar. Þá lék hann einnig 125 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna Copa America tvisvar ásamt því að verða heimsmeistari árið 2002.
Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Sjá meira