Bumbulið fékk „draumafélagaskipti“ og Roberto Carlos leikur með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2022 07:00 Roberto Carlos er kannski kominn af sínu léttasta skeiði en líklega kann hann þó enn að sparka í bolta. Alex Livesey/Getty Images Roberto Carlos, fyrrum vinstri bakvörður brasilíska landsliðsins í fótbolta, mun leika einn leik með bumbuliði á Englandi eftir að liðið tók þátt í happdrætti á eBay. Liðsmenn The Bull In The Barne vöknuðu við góðar fréttir á laugardaginn þegar þeir fréttu að þeir hefðu unnið í happdrætti á eBay. Vinningurinn var ekki af verri gerðinni, en Roberto Carlos, vinstri bakvörður heimsmeistaraliðs Brasilíu frá 2002, mun leika einn leik með liðinu í þessum mánuði. Vinningurinn felur í sér að Carlos komi inn af bekknum í einum leik liðsins í Shrewsbury & District deildinni í febrúarmánuði. Carlos er orðinn 48 ára, en ekki er ólíklegt að hann sé þó enn nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan leikmenn deildarinnar. Matthew Brown, framherji og ritari The Bull In The Barne, segist alls ekki hafa trúað því að fyrrum bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins væri að fara að spila með honum. „Þú borgar fimm pund til að taka þátt í happdrættinu og átt þá möguleika á að vinna það að atvinnumaður spili fyrir liðið þitt. Einn af strákunum spurði hvort að við ættum ekki bara að láta vaða og svo unnum við þetta bara,“ sagði Brown í samtali við BBC. „Á föstudaginn sendi þjálfarinn okkar, Ed Speller, okkur skilaboð til að láta okkur vita að við hefðum unnið. Enginn okkar trúði honum. Við héldum að hann væri að fíflast.“ „Ég fór út á lífið á föstudagskvöldið og þegar ég vaknaði með smá hausverk á laugardaginn var ég með nokkur skilaboð í símanum þar sem fólk var að spurja hvort þetta væri satt með Roberto Carlos. Á þeim tímpunkti hugsaði ég: „Þetta getur ekki verið að gerast. Þetta er bara draumur.““ Brazil legend Roberto Carlos set to make appearance for Shropshire pub team https://t.co/0zGYKDEZbb— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022 Roberto Carlos lék stærstan hluta ferils síns með Real Madrid. Þar lék hann 370 deildarleiki og skoraði í þeim 47 mörk sem verður að teljast nokkuð gott fyrir bakvörð. Á tíma sínum hjá Real Madrid vann hann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar. Þá lék hann einnig 125 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna Copa America tvisvar ásamt því að verða heimsmeistari árið 2002. Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Liðsmenn The Bull In The Barne vöknuðu við góðar fréttir á laugardaginn þegar þeir fréttu að þeir hefðu unnið í happdrætti á eBay. Vinningurinn var ekki af verri gerðinni, en Roberto Carlos, vinstri bakvörður heimsmeistaraliðs Brasilíu frá 2002, mun leika einn leik með liðinu í þessum mánuði. Vinningurinn felur í sér að Carlos komi inn af bekknum í einum leik liðsins í Shrewsbury & District deildinni í febrúarmánuði. Carlos er orðinn 48 ára, en ekki er ólíklegt að hann sé þó enn nokkrum gæðaflokkum fyrir ofan leikmenn deildarinnar. Matthew Brown, framherji og ritari The Bull In The Barne, segist alls ekki hafa trúað því að fyrrum bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins væri að fara að spila með honum. „Þú borgar fimm pund til að taka þátt í happdrættinu og átt þá möguleika á að vinna það að atvinnumaður spili fyrir liðið þitt. Einn af strákunum spurði hvort að við ættum ekki bara að láta vaða og svo unnum við þetta bara,“ sagði Brown í samtali við BBC. „Á föstudaginn sendi þjálfarinn okkar, Ed Speller, okkur skilaboð til að láta okkur vita að við hefðum unnið. Enginn okkar trúði honum. Við héldum að hann væri að fíflast.“ „Ég fór út á lífið á föstudagskvöldið og þegar ég vaknaði með smá hausverk á laugardaginn var ég með nokkur skilaboð í símanum þar sem fólk var að spurja hvort þetta væri satt með Roberto Carlos. Á þeim tímpunkti hugsaði ég: „Þetta getur ekki verið að gerast. Þetta er bara draumur.““ Brazil legend Roberto Carlos set to make appearance for Shropshire pub team https://t.co/0zGYKDEZbb— BBC News (UK) (@BBCNews) January 31, 2022 Roberto Carlos lék stærstan hluta ferils síns með Real Madrid. Þar lék hann 370 deildarleiki og skoraði í þeim 47 mörk sem verður að teljast nokkuð gott fyrir bakvörð. Á tíma sínum hjá Real Madrid vann hann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar. Þá lék hann einnig 125 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna Copa America tvisvar ásamt því að verða heimsmeistari árið 2002.
Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira