FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 22:06 Á myndinni er Vigdís Hafliðadóttir en myndin er tekin þegar hljómsveitin FLOTT spilaði í Gamla bíói í haust. María Kjartans Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. Vigdís segir í samtali við fréttastofu að hún hafi í upphafi átt von á því að hljómsveitið yrði eitthvað „algjört ruglband.“ Það hafi hins vegar fljótlega komið á daginn að þær væru með „eitthvað alvöru“ í höndunum. FLOTT hefur nú gefið út fjögur lög og öll lögin hafa lent á Vinsældarlista Rásar 2, efst í fyrsta sæti. „Það er mikill heiður að vera valin og bara mikil viðurkenning,“ segir Vigdís og bætir við að samningurinn geti haft í för með sér meiri dreifingu og meiri spilun enda Sony Music eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2020 og samanstendur af Vigdísi Hafliðadóttur, Ragnhildi Veigarsdóttur, Eyrúnu Engilbertsdóttur, Sylvíu Spilliaert ásamt „heiðurstrommuleikaranum,“ Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur. Þegar blaðamaður spyr hvað Vigdís á við með „heiðurstrommuleikaranum,“ segir Vigdís að hljómsveitarmeðlimir séu í raun fjórir en Sólrún spili yfirleitt með þeim, þegar hún hefur tíma: „Hún er bara svo upptekin - fræg. Hún er svo vinsæll trommuleikari,“ segir Vigdís glettin. Næst á dagskrá er nýtt lag sem kemur út þann 4. febrúar næstkomandi og ber heitið FLOTT rétt eins og hljómsveitin. Þær vilji vilji svo að lokum gefa út plötu: „Við viljum bara gefa út slatta af lögum á árinu,“ segir Vigdís. FLOTT eru meðal annars tilnefndar til Hlustendaverðlaunanna sem nýliði ársins. Vigdís segir að fólk megi endilega kjósa þær „ef það er sammála, en ef það er ósammála þá má það kjósa eitthvað annað,“ segir hún og hlær, og bætir við að það sé allt í góðu að vera ósammála. „Þetta hefur verið draumi líkast, þetta hljómsveitarferðalag. Það er gaman að fólk taki eftir þessu og hafi trú á þessari hljómsveit. Við erum bara í skýjunum.“ Hljómsveitin gefur út nýtt lag þann 4. febrúar næstkomandi.Aðsend Tónlist Sony Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. 13. október 2021 08:00 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Vigdís segir í samtali við fréttastofu að hún hafi í upphafi átt von á því að hljómsveitið yrði eitthvað „algjört ruglband.“ Það hafi hins vegar fljótlega komið á daginn að þær væru með „eitthvað alvöru“ í höndunum. FLOTT hefur nú gefið út fjögur lög og öll lögin hafa lent á Vinsældarlista Rásar 2, efst í fyrsta sæti. „Það er mikill heiður að vera valin og bara mikil viðurkenning,“ segir Vigdís og bætir við að samningurinn geti haft í för með sér meiri dreifingu og meiri spilun enda Sony Music eitt stærsta útgáfufyrirtæki í heimi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2020 og samanstendur af Vigdísi Hafliðadóttur, Ragnhildi Veigarsdóttur, Eyrúnu Engilbertsdóttur, Sylvíu Spilliaert ásamt „heiðurstrommuleikaranum,“ Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur. Þegar blaðamaður spyr hvað Vigdís á við með „heiðurstrommuleikaranum,“ segir Vigdís að hljómsveitarmeðlimir séu í raun fjórir en Sólrún spili yfirleitt með þeim, þegar hún hefur tíma: „Hún er bara svo upptekin - fræg. Hún er svo vinsæll trommuleikari,“ segir Vigdís glettin. Næst á dagskrá er nýtt lag sem kemur út þann 4. febrúar næstkomandi og ber heitið FLOTT rétt eins og hljómsveitin. Þær vilji vilji svo að lokum gefa út plötu: „Við viljum bara gefa út slatta af lögum á árinu,“ segir Vigdís. FLOTT eru meðal annars tilnefndar til Hlustendaverðlaunanna sem nýliði ársins. Vigdís segir að fólk megi endilega kjósa þær „ef það er sammála, en ef það er ósammála þá má það kjósa eitthvað annað,“ segir hún og hlær, og bætir við að það sé allt í góðu að vera ósammála. „Þetta hefur verið draumi líkast, þetta hljómsveitarferðalag. Það er gaman að fólk taki eftir þessu og hafi trú á þessari hljómsveit. Við erum bara í skýjunum.“ Hljómsveitin gefur út nýtt lag þann 4. febrúar næstkomandi.Aðsend
Tónlist Sony Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. 13. október 2021 08:00 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. 13. október 2021 08:00
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05