Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2022 19:44 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Til að taka þetta saman þá hefur meðalkaupverð í borginni farið úr því að vera 63,2 milljónir í október, í 68,2 milljónir í desember - sem þýðir fimm milljón króna hækkun á tveimur mánuðum, að því er kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun. 44 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði. Á sama tíma hefur framboð sjaldan verið minna, en fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á meðan þær voru 2.200 talsins fyrir tveimur árum. Þá hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu frá árinu 2017. „Ég held að við þurfum að huga meira að framboðshliðinni á húsnæðismarkaði en eftirspurnarhliðinni. Margt af því sem hefur verið gert undanfarin ár hefur verið til þess fallið að auka aðgengi að húsnæði og mögulega átt þátt í því að húsnæðisverðið hefur verið að hækka. Nú þegar það er horft fram á við þá finnst okkur að það mætti vera meira í pípunum á framboðshliðinni og ég held að menn ættu að beina sjónum sínum að því,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þá sé lítið hægt að bregðast við hinni alþjóðlegu verðbólgu sem sé að skila sér til Íslands, með tilheyrandi verðhækkunum. „Það er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að séu mikil vandræði fram undan. Þetta eru hættumerki sem við verðum að fylgjast vel með og gaumgæfa mjög vandlega hvað er skynsamlegt að gera, hvað er hægt að gera sem skilar árangri og eins og alltaf þegar verðbólgan á í hlut þá er það svona tekjulægra fólk sem fyrst mun finna fyrir áhrifunum og það er áhyggjuefni,“ segir Bjarni. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Til að taka þetta saman þá hefur meðalkaupverð í borginni farið úr því að vera 63,2 milljónir í október, í 68,2 milljónir í desember - sem þýðir fimm milljón króna hækkun á tveimur mánuðum, að því er kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun. 44 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði. Á sama tíma hefur framboð sjaldan verið minna, en fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á meðan þær voru 2.200 talsins fyrir tveimur árum. Þá hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu frá árinu 2017. „Ég held að við þurfum að huga meira að framboðshliðinni á húsnæðismarkaði en eftirspurnarhliðinni. Margt af því sem hefur verið gert undanfarin ár hefur verið til þess fallið að auka aðgengi að húsnæði og mögulega átt þátt í því að húsnæðisverðið hefur verið að hækka. Nú þegar það er horft fram á við þá finnst okkur að það mætti vera meira í pípunum á framboðshliðinni og ég held að menn ættu að beina sjónum sínum að því,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þá sé lítið hægt að bregðast við hinni alþjóðlegu verðbólgu sem sé að skila sér til Íslands, með tilheyrandi verðhækkunum. „Það er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að séu mikil vandræði fram undan. Þetta eru hættumerki sem við verðum að fylgjast vel með og gaumgæfa mjög vandlega hvað er skynsamlegt að gera, hvað er hægt að gera sem skilar árangri og eins og alltaf þegar verðbólgan á í hlut þá er það svona tekjulægra fólk sem fyrst mun finna fyrir áhrifunum og það er áhyggjuefni,“ segir Bjarni.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira