Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 16:22 Hagstofa Íslands segir fullyrðingar Sigurðar Hannessonar ekki standast. Samsett Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Meðal verkefna Hagstofu Íslands er að reikna út vísitölu neysluverðs, eða verðbólgu, sem segir til um hver neysluútgjöld heimila í landinu eru. Í maí 2024 var hins vegar ákveðið að breyta reikniaðferðinni. „Í júní sl. var tekin upp ný aðferð sem felst í því að nota gögn um húsaleigu til að reikna húsaleiguígildi fyrir fasteignir sem eigendurnir búa í,“ skrifaði Karen Á. Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, á heimasíðu Seðlabankans í desember 2024. Þar reifaði hún aðferðirnar og möguleg áhrif þess að breyta reikniaðferðinni. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi að staðan væri önnur ef ekki hefði verið breytt um reikniaðferð. „Nú er verðbólgan 4,3% og hefur verið býsna þrálát, ef við værum enn þá með gömlu aðferðina, þá væri verðbólgan 3,3%, þá væri verið að lækka vexti og við værum í allt annarri efnahagslegri stöðu,“ sagði Sigurður, í Silfrinu á RÚV, þar sem staða húsnæðismála var til umræðu. Í kjölfar umræðunnar svaraði Hagstofan gagnrýninni með færslu á Facebook og segja fullyrðingu Sigurðar ekki standa. „Fullyrðingin um að árshækkun vísitölu neysluverðs hefði verið 3,3 prósent með óbreyttri aðferð fyrir reiknaða húsaleigu stenst ekki. Hagstofan hefur ekki gefið út mat á reiknaðri húsaleigu skv. eldri aðferðum síðan í maí 2024 en út frá gögnum um vísitölu markaðsverðs húsnæðis og gögnum um verðtryggða vexti er ljóst að litlu hefði munað milli aðferða,“ segir í færslunni. Þar er einnig áréttað að ákvarðanir um aðferðir byggi á aðferðafræðilegu mati en ekki einstaka mæligildum. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Meðal verkefna Hagstofu Íslands er að reikna út vísitölu neysluverðs, eða verðbólgu, sem segir til um hver neysluútgjöld heimila í landinu eru. Í maí 2024 var hins vegar ákveðið að breyta reikniaðferðinni. „Í júní sl. var tekin upp ný aðferð sem felst í því að nota gögn um húsaleigu til að reikna húsaleiguígildi fyrir fasteignir sem eigendurnir búa í,“ skrifaði Karen Á. Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, á heimasíðu Seðlabankans í desember 2024. Þar reifaði hún aðferðirnar og möguleg áhrif þess að breyta reikniaðferðinni. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi að staðan væri önnur ef ekki hefði verið breytt um reikniaðferð. „Nú er verðbólgan 4,3% og hefur verið býsna þrálát, ef við værum enn þá með gömlu aðferðina, þá væri verðbólgan 3,3%, þá væri verið að lækka vexti og við værum í allt annarri efnahagslegri stöðu,“ sagði Sigurður, í Silfrinu á RÚV, þar sem staða húsnæðismála var til umræðu. Í kjölfar umræðunnar svaraði Hagstofan gagnrýninni með færslu á Facebook og segja fullyrðingu Sigurðar ekki standa. „Fullyrðingin um að árshækkun vísitölu neysluverðs hefði verið 3,3 prósent með óbreyttri aðferð fyrir reiknaða húsaleigu stenst ekki. Hagstofan hefur ekki gefið út mat á reiknaðri húsaleigu skv. eldri aðferðum síðan í maí 2024 en út frá gögnum um vísitölu markaðsverðs húsnæðis og gögnum um verðtryggða vexti er ljóst að litlu hefði munað milli aðferða,“ segir í færslunni. Þar er einnig áréttað að ákvarðanir um aðferðir byggi á aðferðafræðilegu mati en ekki einstaka mæligildum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira