Sigurður Bragason: Fæ ekkert að njóta sólarinnar á Spáni Andri Már Eggertsson skrifar 29. janúar 2022 15:51 Sigurður á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Sigurganga ÍBV hélt áfram í Framheimilinu þar sem ÍBV vann tveggja marka útisigur á toppliði Fram 24-26. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var í skýjunum eftir leik. „Liðið eru orðið betra frá því við töpuðum okkar seinasta leik sem var gegn Fram í nóvember. Við höfum æft gríðarlega vel um jólin, við misstum leikmann í Evrópumótið og við spiluðum ekkert í desember heldur æfðum bara vel sem er að skila sér. Þetta var áttundi sigur okkar í röð með Evrópukeppninni,“ sagði Sigurður hæstánægður með sigurinn. ÍBV skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik og var Sigurður afar sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik. „Þetta var besti hálfleikurinn sem við höfum spilað í vetur. Sóknarleikurinn var frábær sem skilaði sautján mörkum gegn öflugri vörn og einum besta markmanni deildarinnar er ekki auðvelt og engin grís.“ Það var jafnræði með liðunum í síðari hálfleik og höfðu heimakonur tækifæri á að jafna leikinn undir lokin en ÍBV tókst að halda þetta út. „Mér fannst Fram lélegar í byrjun og þær eru eflaust sammála mér, þær voru linar og vissum við það í hálfleik að þær myndu koma til baka. Mistökin komu þegar við fórum að horfa meira á klukkuna en við kláruðum leikinn sem ég er gríðarlega ánægður með.“ Sigurður Bragason óskaði eftir því að lenda á móti lið frá Spáni í Evrópukeppninni. Sigurði varð að ósk sinni og er á leiðinni til Costa del Sol. „Við erum að fara til Costa del Sol sem verður dásamlegt. Við fljúgum til Spánar á föstudegi og komum heim á mánudagsnóttu sem þýðir að ég fæ ekki einn dag í sól. Ég hef íhugað að segja upp út af þessu skipulagsleysi en það verður gaman að fara til Spánar þrátt fyrir að maður verður bara inn á hóteli,“ sagði Sigurður Bragason léttur að lokum. ÍBV Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira
„Liðið eru orðið betra frá því við töpuðum okkar seinasta leik sem var gegn Fram í nóvember. Við höfum æft gríðarlega vel um jólin, við misstum leikmann í Evrópumótið og við spiluðum ekkert í desember heldur æfðum bara vel sem er að skila sér. Þetta var áttundi sigur okkar í röð með Evrópukeppninni,“ sagði Sigurður hæstánægður með sigurinn. ÍBV skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik og var Sigurður afar sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik. „Þetta var besti hálfleikurinn sem við höfum spilað í vetur. Sóknarleikurinn var frábær sem skilaði sautján mörkum gegn öflugri vörn og einum besta markmanni deildarinnar er ekki auðvelt og engin grís.“ Það var jafnræði með liðunum í síðari hálfleik og höfðu heimakonur tækifæri á að jafna leikinn undir lokin en ÍBV tókst að halda þetta út. „Mér fannst Fram lélegar í byrjun og þær eru eflaust sammála mér, þær voru linar og vissum við það í hálfleik að þær myndu koma til baka. Mistökin komu þegar við fórum að horfa meira á klukkuna en við kláruðum leikinn sem ég er gríðarlega ánægður með.“ Sigurður Bragason óskaði eftir því að lenda á móti lið frá Spáni í Evrópukeppninni. Sigurði varð að ósk sinni og er á leiðinni til Costa del Sol. „Við erum að fara til Costa del Sol sem verður dásamlegt. Við fljúgum til Spánar á föstudegi og komum heim á mánudagsnóttu sem þýðir að ég fæ ekki einn dag í sól. Ég hef íhugað að segja upp út af þessu skipulagsleysi en það verður gaman að fara til Spánar þrátt fyrir að maður verður bara inn á hóteli,“ sagði Sigurður Bragason léttur að lokum.
ÍBV Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira