Íslandsvinur frá Tonga biður fólk um að rétta fram hjálparhönd Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2022 23:00 Pita kom til Íslands og tók þátt í skíðagöngu á Ísafirði fyrir Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu. Hann segir að aftakaveður hafi verið en vill ólmur koma aftur til Íslands. Pita Taufatofua Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins þar fyrr í þessum mánuði. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta fram hjálparhönd. Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“ Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“
Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira