Hún hefur verið varabæjarfulltúi í tvö kjörtímabil, hefur setið í fræðslunefnd og verið varamaður í fjölskyldunefnd.
Helga er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu sem og í stjórnun og stefnumörkun.
Helga hefur starfað sem fjármála- og rekstrarstjóri til margra ára og stafar sem forstöðumaður í dag og hún auk þess setið í hinum ýmsum stjórnum og nefndum síðastliðin ár, að því er fram kemur í framboðstilkynningu Helgu.