Innlent

Helga sækist eftir 2. sæti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Helga Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi.
Helga Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi. Aðsend

Helga Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í skipulagsnefnd sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram laugardaginn 5. febrúar.

Hún hefur verið varabæjarfulltúi í tvö kjörtímabil, hefur setið í fræðslunefnd og verið varamaður í fjölskyldunefnd.

Helga er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu sem og í stjórnun og stefnumörkun. 

Helga hefur starfað sem fjármála- og rekstrarstjóri til margra ára og stafar sem forstöðumaður í dag og hún auk þess setið í hinum ýmsum stjórnum og nefndum síðastliðin ár, að því er fram kemur í framboðstilkynningu Helgu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.