Hvert er verkefnið – leiðin út Willum Þór Þórsson og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir skrifa 23. janúar 2022 07:00 Heilbrigðiskerfið okkar stendur nú í ströngu við að takast á við enn eitt afbrigði Covid-19 veirunnar – ómikron. Covid-19 innlagnir og eftirköst veikinda kalla á tvöfalda umönnun auk þess sem heilbrigðisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna bráðum veikindum og slysum sem eru ótengd Covid-19. Fram undan eru lokametrar þessarar bylgju og þá skiptir máli að verkefnið sé skýrt afmarkað svo að við missum ekki sjónar á því hvert við ætlum okkur. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja þær aðstæður að allir geti sótt sér viðunandi heilbrigðisþjónustu. Við ætlum okkur út úr þessum faraldri og öflugt heilbrigðiskerfi er því forgangsverkefnið. Við vinnum með spítalanum Þann 28. desember fór Landspítali á neyðarstig þegar ljóst var að fjölgun Covid-19 tilfella í samfélaginu myndi hafa veruleg áhrif á starfsemi á spítalans. Var sú ákvörðun tekin að vandlega íhuguðu máli, og byggði á meðal annars á niðurstöðu spálíkans sem unnið var í samstarfi við Háskóla Íslands. Ómikron afbrigði veirunnar er töluvert meira smitandi en önnur afbrigði hafa verið. Það þýðir að starfsfólk á heilbrigðisstofnunum hefur í meira mæli smitast eða lent í sóttkví, með tilheyrandi röskun á getu stofnananna að tryggja fullnægjandi mönnun. Þegar þetta er skrifað eru til að mynda 187 starfsmenn Landspítala í einangrun vegna veirunnar. Við þessu hefur þurft að bregðast hratt, hafa bæði sjálfstætt starfandi aðilar, heilbrigðisstofnanir um allt land og einstaklingar í bakvarðarsveitum sýnt snör viðbrögð til að tryggja mönnun á Landspítala. Við getum þakkað fyrir að eiga þennan mannskap að, það er ekki sjálfgefið. Þá hefur spítalanum verið veitt svigrúm til að bjóða upp á greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Sú aðgerð mun að öllum líkindum auka mönnun um 20-30%. Saman hefur okkur því tekist að brúa bilið vegna áskorunar um mönnun og Landspítali stendur sterkari. Styrkur heilbrigðiskerfisins og Covid-19 göngudeildar Ósérhlífni og hugvit heilbrigðisstarfsfólks þegar á reynir hefur verið aðdáunarvert. Þetta er tíminn þar sem seigla og útsjónarsemi kerfisins skín sem skærast. Hvert sem litið er má sjá að starfsfólk reynir að finna lausnir og vinna saman að því að veita lífsnauðsynlega þjónustu. Með hugkvæmni og útsjónarsemi, m.a. í formi göngudeildar Covid-19 hefur þjónustan stöðugt verið aðlöguð eftir því sem fagfólkið hefur öðlast betri og dýpri skilning á eðli og eiginleikum veirunnar. Fjölmargir mjög veikir sjúklingar, sem í nágrannalöndum okkar eru í flestum tilvikum lagðir inn á sjúkrahús, hafa hér á landi fengið meðferð á göngudeildinni og árangurinn er ótvíræður; innlagnir vegna sjúkdómsins eru með því minnsta sem þekkist. Mikilvægi aðferðafræði Covid-19 göngudeildarinnar sannaði sig enn og aftur á síðustu vikum þegar hún tók við mörg þúsund einstaklingum til viðbótar vegna ómikron og forgangsraðaði þjónustu og meðferð til þeirra sem raunverulega þurftu á henni að halda. Þá er árangur gjörgæslumeðferðar Covid-19 sjúklinga einnig eftirtektarverður. Meðallegutími er að styttast og innlagnarhlutfallið að minnka. Það vinnur nú með okkur þegar útbreiðslan er jafn mikil og raun ber vitni. Afléttingar í skrefum Það er ljóst að bjartari tímar eru í kortunum og við þurfum að stíga varfærin skref í átt að afléttingum. Þrátt fyrir að einkenni ómikron séu vægari og minna sé um sjúkrahúsinnlagnir þá er fólk enn að veikjast. Eiginleikar ómikron veirunnar valda því að mikið er um smit á meðal barna og ungmenna, með tilheyrandi áhrifum á fjölskyldur og samfélagið í heild. Brýnt er því að skoða hvernig megi létta á sóttvarnarráðstöfunum til að halda samfélaginu sem mest gangandi. Í samráði við sóttvarnalækni eru nú allar mögulegar afléttingar í skoðun með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Næstu skref eru að aflétta neyðarstigi spítalans. Áður en það er gert verðum við að vera fullviss um að slíkt sé óhætt. Það verður gert að vel ígrunduðu máli, með hliðsjón af nýjustu spálíkönum og með hliðsjón af gögnum frá okkar færustu sérfræðingum. Heilbrigðiskerfið í heild sinni er að takast vel á við þessa áskorun en það er eingöngu gert með miklu vinnuframlagi heilbrigðisstarfsfólks, mikilli samvinnu heilbrigðisstofnana um allt land, og með samstilltum aðgerðum – þ.e. sóttvarnaraðgerðum og aðgerðum stjórnvalda til að létta á álagi og tryggja mönnun. Fram undan eru því afléttingar en við þurfum áfram að vera varkár og feta leiðina út með stuttum en öruggum skrefum. Við ráðum við stöðuna Fyrir það er vert að staldra við og þakka fyrir. Allt samfélagið hefur lagt mikið á sig til að ná þessum árangri sem nú blasir við. Með því að standa saman að sóttvarnaráðstöfunum höfum við náð að hemja vöxt veirunnar, vernda okkar viðkvæmustu hópa og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Þá hefur það hugarfar sem hefur einkennt heilbrigðisstarfsfólk á síðustu vikum verið fyrirmynd fyrir okkur öll á þessum tímapunkti. Með öflugri samstöðu og miklum fórnum almennings og heilbrigðisstarfsfólks ásamt stuðningi heilbrigðisyfirvalda er að takast að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu alvarlegra veikinda hér á landi með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið í landinu. Það er því fullt tilefni til þess að vera bjartsýn þó að áfram reyni nú á hina margfrægu íslensku seiglu og samvinnu. Við erum á réttri leið og munum og eigum að feta þá leið saman. Höfundar eru heilbrigðisráðherra og settur forstjóri Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Willum Þór Þórsson Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur nú í ströngu við að takast á við enn eitt afbrigði Covid-19 veirunnar – ómikron. Covid-19 innlagnir og eftirköst veikinda kalla á tvöfalda umönnun auk þess sem heilbrigðisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna bráðum veikindum og slysum sem eru ótengd Covid-19. Fram undan eru lokametrar þessarar bylgju og þá skiptir máli að verkefnið sé skýrt afmarkað svo að við missum ekki sjónar á því hvert við ætlum okkur. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja þær aðstæður að allir geti sótt sér viðunandi heilbrigðisþjónustu. Við ætlum okkur út úr þessum faraldri og öflugt heilbrigðiskerfi er því forgangsverkefnið. Við vinnum með spítalanum Þann 28. desember fór Landspítali á neyðarstig þegar ljóst var að fjölgun Covid-19 tilfella í samfélaginu myndi hafa veruleg áhrif á starfsemi á spítalans. Var sú ákvörðun tekin að vandlega íhuguðu máli, og byggði á meðal annars á niðurstöðu spálíkans sem unnið var í samstarfi við Háskóla Íslands. Ómikron afbrigði veirunnar er töluvert meira smitandi en önnur afbrigði hafa verið. Það þýðir að starfsfólk á heilbrigðisstofnunum hefur í meira mæli smitast eða lent í sóttkví, með tilheyrandi röskun á getu stofnananna að tryggja fullnægjandi mönnun. Þegar þetta er skrifað eru til að mynda 187 starfsmenn Landspítala í einangrun vegna veirunnar. Við þessu hefur þurft að bregðast hratt, hafa bæði sjálfstætt starfandi aðilar, heilbrigðisstofnanir um allt land og einstaklingar í bakvarðarsveitum sýnt snör viðbrögð til að tryggja mönnun á Landspítala. Við getum þakkað fyrir að eiga þennan mannskap að, það er ekki sjálfgefið. Þá hefur spítalanum verið veitt svigrúm til að bjóða upp á greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Sú aðgerð mun að öllum líkindum auka mönnun um 20-30%. Saman hefur okkur því tekist að brúa bilið vegna áskorunar um mönnun og Landspítali stendur sterkari. Styrkur heilbrigðiskerfisins og Covid-19 göngudeildar Ósérhlífni og hugvit heilbrigðisstarfsfólks þegar á reynir hefur verið aðdáunarvert. Þetta er tíminn þar sem seigla og útsjónarsemi kerfisins skín sem skærast. Hvert sem litið er má sjá að starfsfólk reynir að finna lausnir og vinna saman að því að veita lífsnauðsynlega þjónustu. Með hugkvæmni og útsjónarsemi, m.a. í formi göngudeildar Covid-19 hefur þjónustan stöðugt verið aðlöguð eftir því sem fagfólkið hefur öðlast betri og dýpri skilning á eðli og eiginleikum veirunnar. Fjölmargir mjög veikir sjúklingar, sem í nágrannalöndum okkar eru í flestum tilvikum lagðir inn á sjúkrahús, hafa hér á landi fengið meðferð á göngudeildinni og árangurinn er ótvíræður; innlagnir vegna sjúkdómsins eru með því minnsta sem þekkist. Mikilvægi aðferðafræði Covid-19 göngudeildarinnar sannaði sig enn og aftur á síðustu vikum þegar hún tók við mörg þúsund einstaklingum til viðbótar vegna ómikron og forgangsraðaði þjónustu og meðferð til þeirra sem raunverulega þurftu á henni að halda. Þá er árangur gjörgæslumeðferðar Covid-19 sjúklinga einnig eftirtektarverður. Meðallegutími er að styttast og innlagnarhlutfallið að minnka. Það vinnur nú með okkur þegar útbreiðslan er jafn mikil og raun ber vitni. Afléttingar í skrefum Það er ljóst að bjartari tímar eru í kortunum og við þurfum að stíga varfærin skref í átt að afléttingum. Þrátt fyrir að einkenni ómikron séu vægari og minna sé um sjúkrahúsinnlagnir þá er fólk enn að veikjast. Eiginleikar ómikron veirunnar valda því að mikið er um smit á meðal barna og ungmenna, með tilheyrandi áhrifum á fjölskyldur og samfélagið í heild. Brýnt er því að skoða hvernig megi létta á sóttvarnarráðstöfunum til að halda samfélaginu sem mest gangandi. Í samráði við sóttvarnalækni eru nú allar mögulegar afléttingar í skoðun með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Næstu skref eru að aflétta neyðarstigi spítalans. Áður en það er gert verðum við að vera fullviss um að slíkt sé óhætt. Það verður gert að vel ígrunduðu máli, með hliðsjón af nýjustu spálíkönum og með hliðsjón af gögnum frá okkar færustu sérfræðingum. Heilbrigðiskerfið í heild sinni er að takast vel á við þessa áskorun en það er eingöngu gert með miklu vinnuframlagi heilbrigðisstarfsfólks, mikilli samvinnu heilbrigðisstofnana um allt land, og með samstilltum aðgerðum – þ.e. sóttvarnaraðgerðum og aðgerðum stjórnvalda til að létta á álagi og tryggja mönnun. Fram undan eru því afléttingar en við þurfum áfram að vera varkár og feta leiðina út með stuttum en öruggum skrefum. Við ráðum við stöðuna Fyrir það er vert að staldra við og þakka fyrir. Allt samfélagið hefur lagt mikið á sig til að ná þessum árangri sem nú blasir við. Með því að standa saman að sóttvarnaráðstöfunum höfum við náð að hemja vöxt veirunnar, vernda okkar viðkvæmustu hópa og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Þá hefur það hugarfar sem hefur einkennt heilbrigðisstarfsfólk á síðustu vikum verið fyrirmynd fyrir okkur öll á þessum tímapunkti. Með öflugri samstöðu og miklum fórnum almennings og heilbrigðisstarfsfólks ásamt stuðningi heilbrigðisyfirvalda er að takast að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu alvarlegra veikinda hér á landi með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið í landinu. Það er því fullt tilefni til þess að vera bjartsýn þó að áfram reyni nú á hina margfrægu íslensku seiglu og samvinnu. Við erum á réttri leið og munum og eigum að feta þá leið saman. Höfundar eru heilbrigðisráðherra og settur forstjóri Landspítala.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun