Norðmenn fagna átján ára afmæli Ingiríðar prinsessu Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2022 10:36 Ingiríður Alexandra er dóttir Hákonar krónprins og Mette-Marit prinsessu. Norska konungsfjölskyldan Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fagnar átján ára afmæli sínu í dag og hefur dagskrá hennar verið þétt skipuð síðustu daga í tilefni af tímamótunum. Prinsessan, sem er önnur í röðinni til að erfa norsku krúnuna á eftir Hákoni krónprins, hefur síðustu daga meðal annars heimsótt þinghúsið og fundað með helstu ráðamönnum Noregs, líkt og venjan er með kóngafólk þegar það verður lögráða. Í dag mun hún svo fá að fylgjast með sínum fyrsta ríkisráðsfundi. Þá hefur hún mætt í sín fyrstu formlegu viðtöl í fjölmiðlum þar sem hún hefur meðal annars verið spurð út í lífið, tilveruna og framtíðina. Segist hún meðal annars hafa hug á að stunda nám erlendis, en áætlanir hennar séu þó ítrekað að breytist. Hún geri sér þó fulla grein fyrir því hvað bíði sín þegar fram í sækir. Ingiríður Alexandra kom í heiminn 21. janúar 2004 og er hún dóttir Hákons krónprins og Mette-Marit prinsessu. Norska konungsfjölskyldan hefur birt fjölda nýrra mynda af Ingiríði í tilefni af afmælinu sem og myndband úr skíðaferð fjölskyldunnar þar sem sjá má Ingiríði með foreldrum sínum og Sverri Magnúsi, sextán ára bróður sínum. Má glöggt sjá að Ingiríður er afskaplega lipur skíðakona. Auk þess að vera góð á skíðum og sparkboxi hefur hún unnið til gullverðlauna í unglingaflokki á Noregsmeistaramótinu í brimbrettaíþróttum. Líklegt þykir að Ingiríður verði fyrsta drottning Noregs í langan tíma, en síðasta drottning til að ríkja í Noregi var Margrét drottning sem stýrði Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 1387 til 1412. Kóngafólk Noregur Tímamót Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira
Prinsessan, sem er önnur í röðinni til að erfa norsku krúnuna á eftir Hákoni krónprins, hefur síðustu daga meðal annars heimsótt þinghúsið og fundað með helstu ráðamönnum Noregs, líkt og venjan er með kóngafólk þegar það verður lögráða. Í dag mun hún svo fá að fylgjast með sínum fyrsta ríkisráðsfundi. Þá hefur hún mætt í sín fyrstu formlegu viðtöl í fjölmiðlum þar sem hún hefur meðal annars verið spurð út í lífið, tilveruna og framtíðina. Segist hún meðal annars hafa hug á að stunda nám erlendis, en áætlanir hennar séu þó ítrekað að breytist. Hún geri sér þó fulla grein fyrir því hvað bíði sín þegar fram í sækir. Ingiríður Alexandra kom í heiminn 21. janúar 2004 og er hún dóttir Hákons krónprins og Mette-Marit prinsessu. Norska konungsfjölskyldan hefur birt fjölda nýrra mynda af Ingiríði í tilefni af afmælinu sem og myndband úr skíðaferð fjölskyldunnar þar sem sjá má Ingiríði með foreldrum sínum og Sverri Magnúsi, sextán ára bróður sínum. Má glöggt sjá að Ingiríður er afskaplega lipur skíðakona. Auk þess að vera góð á skíðum og sparkboxi hefur hún unnið til gullverðlauna í unglingaflokki á Noregsmeistaramótinu í brimbrettaíþróttum. Líklegt þykir að Ingiríður verði fyrsta drottning Noregs í langan tíma, en síðasta drottning til að ríkja í Noregi var Margrét drottning sem stýrði Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 1387 til 1412.
Kóngafólk Noregur Tímamót Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira