Samfélagssáttmáli, er það raunhæft? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 12:31 Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun