Handbolti

Ómar Ingi: Ég reyndi bara að vera kúl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon í kröppum dansi.
Ómar Ingi Magnússon í kröppum dansi. epa/Tamas Kovacs

Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk þegar Ísland vann Ungverjaland, 31-30, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópumótsins í handbolta. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í milliriðli og þeir fara þangað með tvö stig.

Ómar Ingi segir að stressið hafi einfaldlega ekki náð til sín á lokakaflanum sem var æsispennandi.

„Ég hugsaði bara ekki. Ég pældi ekki í stöðunni og reyndi bara að vera kúl,“ sagði Ómar Ingi við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn.

„Þetta gekk fínt. Ég er stoltur af liðinu. Þetta var klassaleikur. Við breyttum varnarskipulaginu og ætluðum að tvö- eða þrefalda á línumanninn og gerðum það vel. Svo var Bjöggi flottur í markinu.“

Ómar Ingi sagði tilfinninguna eftir leik góða. „Mér líður mjög vel. Þetta er klassi, klassaframmistaða hjá liðinu, og við höldum áfram.“

Selfyssingurinn segir að þessi dagur gleymist seint. „Þetta var geðveikt. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við vorum bara betri,“ sagði Ómar Ingi að endingu.


Tengdar fréttir

„Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff“

Björgvin Páll Gústavsson átti stóran þátt í naumum sigri Íslands gegn Ungverjum í kvöld sem tryggði liðinu sæti í milliriðli með fullt hús stiga. Hann segir að seinustu leikir gegn Ungverjum hafi verið erfiðir, en sigurinn í kvöld sýni töffaraskap í íslenska liðinu.

Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“

Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter.

Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum

Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.