Danir eru af mörgum taldir sigurstranglegasta þjóðin á EM í ár og því eru strákarnir okkar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Eftir leik kvöldsins hefði verið gott að fá nokkra daga í pásu til að ná sér niður, en sú er ekki raunin því leikur Íslands gegn Danmörku fer fram á fimmtudaginn.
Næsti leikur íslenska liðsins er ekki mikið auðveldari, en þá eru það Ólympíumeistarar Frakka sem bíða strákana okkar. Franska liðið fór taplaust í gegnum C-riðil þar sem þeir mættu Króötum, Serbum og Úkraínumönnum, en leikur Íslands og Frakklands fer fram á laugardaginn.
Þriðji leikur Íslands er svo gegn Króatíu á mánudaginn og fjórði og seinasti leikur milliriðilsins er gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn eftir viku.
Efstu tvö lið milliriðilsins tryggja sér sæti í undanúrslitum, en þriðja sætið gefur þátttökurétt í leik um fimmta sætið.