„Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 19:34 Björgvin Páll Gústavsson kom íslenska liðinu til bjargar á lokamínútunum gegn Ungverjum í kvöld. EPA-EFE/Tamas Kovacs Björgvin Páll Gústavsson átti stóran þátt í naumum sigri Íslands gegn Ungverjum í kvöld sem tryggði liðinu sæti í milliriðli með fullt hús stiga. Hann segir að seinustu leikir gegn Ungverjum hafi verið erfiðir, en sigurinn í kvöld sýni töffaraskap í íslenska liðinu. „Ungverjaland hefur verið svona okkar Detroit Pistons í gegnum tíðina. Þetta er búið að vera ógeðslegt á móti þeim og við erum búnir að tapa á móti þeim ljótum leikjum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „En að svara svona fyrir framan 20 þúsund manns. Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff. Bara hvernig við „deliver-um“ í þessum leik er ekki eins auðvelt og það sýnist.“ Björgvin varði víti frá ungverska liðinu á ögurstundu þar sem látið var vaða af fyrsta tempói. Hann segist ekki hafa búist við því og viðurkennir að hann muni í raun lítið eftir þessari mikilvægu stund í leiknum. „Nei. Ég eiginlega man ekki eftir þessu víti. Ég man bara að ég hugsaði að ég væri meiri töffari en hann og hann myndi bara skjóta í mig.“ „Gústi (Ágúst Jóhannsson) sagði við mig á vídjófundi fyrir leik, hann er núna markmannsþjálfarinn hjá okkur, að það þyrfti bara eitt víti og það kom á góðum tímapunkti.“ Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn gegn Ungverjum Ísland er nú á leið í milliriðil með tvö stig, en þetta er í fyrsta skipti sem liðið vinnur alla leiki sína í riðlakeppni á Evrópumóti. Björgvin segir að leiðin hafi verið erfið og að liðið hafi þurft að aðlagast ýmsum mismunandi aðstæðum. „Það er líka bara hvernig við gerum þetta. Við lendum á fullt af veggjum, allskonar brasi, en við erum bara ógeðslega góðir sóknarlega allt mótið.“ „Varnarlega mætum við þrem mjög ólíkum liðum. Mætum Portúgal sem er eitt besta lið í heiminum í sjö á sex, mætum svo hraðasta liði í heiminum í dag í Hollandi og fáum svo þriðju tegundina í dag með durga á línunni. Við náum að breyta um vörn í miðjum leik og bara hrós á strákana fyrir að hafa náð því og náð að stilla sig inn á þetta. Það sýnir bara rosalegan styrkleika og hvað við erum góðir að bregðast við aðstæðum.“ „Það að vinna þrjá leiki í riðlinum segir bara alla söguna held ég,“ sagði sigurreifur Björgvin Páll Gústavsson að lokum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
„Ungverjaland hefur verið svona okkar Detroit Pistons í gegnum tíðina. Þetta er búið að vera ógeðslegt á móti þeim og við erum búnir að tapa á móti þeim ljótum leikjum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „En að svara svona fyrir framan 20 þúsund manns. Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff. Bara hvernig við „deliver-um“ í þessum leik er ekki eins auðvelt og það sýnist.“ Björgvin varði víti frá ungverska liðinu á ögurstundu þar sem látið var vaða af fyrsta tempói. Hann segist ekki hafa búist við því og viðurkennir að hann muni í raun lítið eftir þessari mikilvægu stund í leiknum. „Nei. Ég eiginlega man ekki eftir þessu víti. Ég man bara að ég hugsaði að ég væri meiri töffari en hann og hann myndi bara skjóta í mig.“ „Gústi (Ágúst Jóhannsson) sagði við mig á vídjófundi fyrir leik, hann er núna markmannsþjálfarinn hjá okkur, að það þyrfti bara eitt víti og það kom á góðum tímapunkti.“ Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn gegn Ungverjum Ísland er nú á leið í milliriðil með tvö stig, en þetta er í fyrsta skipti sem liðið vinnur alla leiki sína í riðlakeppni á Evrópumóti. Björgvin segir að leiðin hafi verið erfið og að liðið hafi þurft að aðlagast ýmsum mismunandi aðstæðum. „Það er líka bara hvernig við gerum þetta. Við lendum á fullt af veggjum, allskonar brasi, en við erum bara ógeðslega góðir sóknarlega allt mótið.“ „Varnarlega mætum við þrem mjög ólíkum liðum. Mætum Portúgal sem er eitt besta lið í heiminum í sjö á sex, mætum svo hraðasta liði í heiminum í dag í Hollandi og fáum svo þriðju tegundina í dag með durga á línunni. Við náum að breyta um vörn í miðjum leik og bara hrós á strákana fyrir að hafa náð því og náð að stilla sig inn á þetta. Það sýnir bara rosalegan styrkleika og hvað við erum góðir að bregðast við aðstæðum.“ „Það að vinna þrjá leiki í riðlinum segir bara alla söguna held ég,“ sagði sigurreifur Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03
Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40