„Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 19:34 Björgvin Páll Gústavsson kom íslenska liðinu til bjargar á lokamínútunum gegn Ungverjum í kvöld. EPA-EFE/Tamas Kovacs Björgvin Páll Gústavsson átti stóran þátt í naumum sigri Íslands gegn Ungverjum í kvöld sem tryggði liðinu sæti í milliriðli með fullt hús stiga. Hann segir að seinustu leikir gegn Ungverjum hafi verið erfiðir, en sigurinn í kvöld sýni töffaraskap í íslenska liðinu. „Ungverjaland hefur verið svona okkar Detroit Pistons í gegnum tíðina. Þetta er búið að vera ógeðslegt á móti þeim og við erum búnir að tapa á móti þeim ljótum leikjum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „En að svara svona fyrir framan 20 þúsund manns. Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff. Bara hvernig við „deliver-um“ í þessum leik er ekki eins auðvelt og það sýnist.“ Björgvin varði víti frá ungverska liðinu á ögurstundu þar sem látið var vaða af fyrsta tempói. Hann segist ekki hafa búist við því og viðurkennir að hann muni í raun lítið eftir þessari mikilvægu stund í leiknum. „Nei. Ég eiginlega man ekki eftir þessu víti. Ég man bara að ég hugsaði að ég væri meiri töffari en hann og hann myndi bara skjóta í mig.“ „Gústi (Ágúst Jóhannsson) sagði við mig á vídjófundi fyrir leik, hann er núna markmannsþjálfarinn hjá okkur, að það þyrfti bara eitt víti og það kom á góðum tímapunkti.“ Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn gegn Ungverjum Ísland er nú á leið í milliriðil með tvö stig, en þetta er í fyrsta skipti sem liðið vinnur alla leiki sína í riðlakeppni á Evrópumóti. Björgvin segir að leiðin hafi verið erfið og að liðið hafi þurft að aðlagast ýmsum mismunandi aðstæðum. „Það er líka bara hvernig við gerum þetta. Við lendum á fullt af veggjum, allskonar brasi, en við erum bara ógeðslega góðir sóknarlega allt mótið.“ „Varnarlega mætum við þrem mjög ólíkum liðum. Mætum Portúgal sem er eitt besta lið í heiminum í sjö á sex, mætum svo hraðasta liði í heiminum í dag í Hollandi og fáum svo þriðju tegundina í dag með durga á línunni. Við náum að breyta um vörn í miðjum leik og bara hrós á strákana fyrir að hafa náð því og náð að stilla sig inn á þetta. Það sýnir bara rosalegan styrkleika og hvað við erum góðir að bregðast við aðstæðum.“ „Það að vinna þrjá leiki í riðlinum segir bara alla söguna held ég,“ sagði sigurreifur Björgvin Páll Gústavsson að lokum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
„Ungverjaland hefur verið svona okkar Detroit Pistons í gegnum tíðina. Þetta er búið að vera ógeðslegt á móti þeim og við erum búnir að tapa á móti þeim ljótum leikjum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „En að svara svona fyrir framan 20 þúsund manns. Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff. Bara hvernig við „deliver-um“ í þessum leik er ekki eins auðvelt og það sýnist.“ Björgvin varði víti frá ungverska liðinu á ögurstundu þar sem látið var vaða af fyrsta tempói. Hann segist ekki hafa búist við því og viðurkennir að hann muni í raun lítið eftir þessari mikilvægu stund í leiknum. „Nei. Ég eiginlega man ekki eftir þessu víti. Ég man bara að ég hugsaði að ég væri meiri töffari en hann og hann myndi bara skjóta í mig.“ „Gústi (Ágúst Jóhannsson) sagði við mig á vídjófundi fyrir leik, hann er núna markmannsþjálfarinn hjá okkur, að það þyrfti bara eitt víti og það kom á góðum tímapunkti.“ Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn gegn Ungverjum Ísland er nú á leið í milliriðil með tvö stig, en þetta er í fyrsta skipti sem liðið vinnur alla leiki sína í riðlakeppni á Evrópumóti. Björgvin segir að leiðin hafi verið erfið og að liðið hafi þurft að aðlagast ýmsum mismunandi aðstæðum. „Það er líka bara hvernig við gerum þetta. Við lendum á fullt af veggjum, allskonar brasi, en við erum bara ógeðslega góðir sóknarlega allt mótið.“ „Varnarlega mætum við þrem mjög ólíkum liðum. Mætum Portúgal sem er eitt besta lið í heiminum í sjö á sex, mætum svo hraðasta liði í heiminum í dag í Hollandi og fáum svo þriðju tegundina í dag með durga á línunni. Við náum að breyta um vörn í miðjum leik og bara hrós á strákana fyrir að hafa náð því og náð að stilla sig inn á þetta. Það sýnir bara rosalegan styrkleika og hvað við erum góðir að bregðast við aðstæðum.“ „Það að vinna þrjá leiki í riðlinum segir bara alla söguna held ég,“ sagði sigurreifur Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03
Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40