Sport

Sara í fimmta sæti eftir fyrsta daginn á Wodapalooza

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir er að kepp á sínu öðru CrossFit móti á innan við mánuði.
Sara Sigmundsdóttir er að kepp á sínu öðru CrossFit móti á innan við mánuði. Instagram/@sarasigmunds

Sara Sigmundsdóttir er þrjátíu stigum frá toppsætinu fyrsta keppnisdaginn á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami í Flórída fylki í Bandaríkjunum. Lið Sólveigar Sigurðardóttur er í toppbaráttunni í liðakeppninni.

Við erum vön því að sjá Ástrala á toppnum því heimsmeistarinn Tia Clair Toomey hefur haft mikla yfirburði í CrossFit íþróttinni undanfarin ár. Toomey er nú upptekinn við að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana en landa hennar heldur upp heiðri Ástalíu á fyrsta stóra CrossFit móti ársins.

Ellie Turner hefur unnið tvær fyrstu greinarnar og með fullt hús eftir fyrsta daginn.

Bethany Shadburne er önnur með 185 stig og Dani Speegle er þriðja með 182 stig. Þær hafa báðar lent í öðru sæti í einni grein.

Sara er síðan í fimmta sætinu með 170 stig þremur stigum á eftir Feeroozeh Saghafi í fjórða sætinu.

Sara varð jöfn Shadburne í fimmta sætinu í fyrstu grein og var síðan með áttunda besta árangurinn í grein númer tvö.

Sólveig Sigurðardóttir er að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni undir merkjum GOWOD. Þær voru flotta á fyrsta deginum og sitja í þriðja sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.