Fótbolti

Aron og félagar bundu enda á taphrinuna

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson lék í stöðu miðvarðar í dag ef marka má uppstillingu á vef Soccerway.
Aron Einar Gunnarsson lék í stöðu miðvarðar í dag ef marka má uppstillingu á vef Soccerway. Getty/Simon Holmes

Aron Einar Gunnarsson fagnaði kærkomnum sigri með Al Arabi í dag, 1-0 gegn botnliði Al Sailiya á útivelli í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Al Arabi hafði tapað þremur leikjum í röð og ekki unnið leik frá því að keppni hófst að nýju í deildinni, eftir að hlé var gert á henni snemma í nóvember. 

Keppni hófst aftur á jóladag þegar Al Arabi gerði markalaust jafntefli við Al Gharafa, en liðið hafði svo tapað þremur leikjum fyrir leikinn í dag og dregist niður í 4. sæti eftir góða byrjun á tímabilinu.

Aron Einar lék allan leikinn í dag. Sigurmarkið skoraði Abdulqadir Ilyas á 26. mínútu.

Al Arabi er nú með 23 stig í 4. sæti eftir 14 leiki, en Al Sadd er með 31 stig á toppnum og á 2-3 leiki til góða á næstu lið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.