Sport

Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, Olís-deildin, NBA og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg og félagar í Burnley taka á móti Huddersfield í FA bikarnum í dag.
Jóhann Berg og félagar í Burnley taka á móti Huddersfield í FA bikarnum í dag. Nigel French/Getty Images

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls verður boðið upp á ellefu beinar útsendingar.

Við byrjum á elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA bikarnum. Sex leikir verða sýndir í beinni útsendingu í dag, en klukkan 12:20 hefjast útsendingar frá viðureignum Burnley og Huddersfield á Stöð 2 Sport 2 annars vegar, og Coventry og Derby á Stöð 2 Sport 3 hins vegar.

Klukkan 14:50 eru einni tvær viðureignir á dagskrá. Á Stöð 2 Sport 2 er það úrvalsdeildarslagur Leicester og Watford og á Stöð 2 Sport 3 taka nýríkir Newcastle-menn á móti Cambridge.

Seinustu tvær útsendingar dagsins úr FA bikarnum eru á dagskrá klukkan 17:20, á Stöð 2 Sport tekur Chelsea á móti Chesterfield og á Stöð 2 Sport 3 heimsækir Everton Hull.

Þá eru tveir leiki á dagskrá í Olís-deild kvenna í handbolta. Íslandsmeistarar KA/Þórs taka á móti Fram klukkan 15:50 á Stöð 2 Sport og að þeim leik loknum verður skipt beint suður á Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Stjörnunni klukkan 17:50 á sömu rás.

Að þeim leik loknum er svo Seinni bylgjan á dagskrá þar sem verður farið yfir allt það helsta úr liðinni umferð.

NBA-deildin í körfubolta lætur sig ekki vanta í veisluna, en klukkan 20:30 hefst viðureign Los Angeles Clippers og Memphis Grizzlies á Stöð 2 Sport 2.

Golfið leiðir okkur svo að lokum inn í nóttina, en klukkan 23:00 hefst bein útsending frá Sentry Tournament of Champions á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×