Sport

Van Gerwen með veiruna og þarf að draga sig úr keppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Michael van Gerwn hefur orðið heimsmeistari í þrígang.
Michael van Gerwn hefur orðið heimsmeistari í þrígang. Andrew Redington/Getty Images

Pílukastarinn Micheal van Gerwen hefur þurft að draga sig úr keppni á HM í pílukasti eftir að Hollendingurinn greindist með kórónuveiruna.

Van Gerwen er í þriðja sæti heimslista PDC og þótti því líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu í ár. Hann hefur orðið heimsmeistari í þrígang, árin 2014, 2017 og 2019.

Hollendingurinn átti að mæta Chris Dobey í 32-manna úrslitum í kvöld, en Dobey slapp með skrekkinn og fer beint í 16-manna úrslit.

Þrír leikir áttu að fara fram á heimsmeistaramótinu í pílu í kvöld, en þar sem að leikur Micheal van Gerwen og Chris Dobey verður ekki spilaður verða aðeins tvær viðureignir í kvöldkeppninni á Stöð 2 Sport 3.

Heimsmeistarinn frá árinu 2018, Rob Cross, mætir Daryl Gurney og Peter Wright, sem varð heimsmeistari árið 2020, mætir Damon Heta.

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×