Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2021 22:23 Hörður Axel er algjör lykilmaður í sterku liði Keflvíkinga. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld. „Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
„Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03