Ferðaþjónustufyrirtæki töpuðu 105 milljörðum á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2021 11:40 Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Vísir/Vilhelm Tap af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja nam 104,6 milljörðum króna á síðasta ári. Árið var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á ársreikningingagögnum Hagstofunnar yfir fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar. Var þetta gríðarlegur viðsnúningur á milli ára en hagnaður fyrir skatta í ferðaþjónustunni var 3,2 milljarðar króna árið 2019. Umskiptin eru helst rakin til mikils tekjusamdráttar en kórónuveirufaraldurinn og samkomutakmarkanir hafa leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Heildartekjur ferðaþjónustunnar námu 278,2 milljarðar króna samanborið við 627,3 milljarða króna árið 2019. Er þetta samdráttur um 349 milljarða króna eða 56 prósent. „Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna lægri tekjur en þá námu þær 257,2 mö.kr. Tekjutapið milli ára skýrist fyrst og fremst af mikilli fækkun erlendra ferðamanna,“ segir í Hagsjánni. Tapið skýrist þó einnig að hluta til af því að einhver félög lögðu upp laupana á síðasta ári og skiluðu því ekki ársreikningi að því er fram kemur í Hagsjánni. Landsbankinn reiknar þó með að rekstur ferðaþjónustufyrirtækja hafi gengið mun betur á árinu sem nú er að líða en því síðasta. Spáir bankinn því að 1,5 milljón ferðamanna sæki Ísland heim á næsta ári. „Fyrirtækin líta nokkuð bjartsýnum augum fram á veginn. Þannig telja rúmlega 80% fyrirtækja að eftirspurn af hendi erlendra ferðamanna muni aukast á næsta ári. Flestir búast við töluvert mikilli fjölgun erlendra ferðamanna á næsta ári.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á ársreikningingagögnum Hagstofunnar yfir fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar. Var þetta gríðarlegur viðsnúningur á milli ára en hagnaður fyrir skatta í ferðaþjónustunni var 3,2 milljarðar króna árið 2019. Umskiptin eru helst rakin til mikils tekjusamdráttar en kórónuveirufaraldurinn og samkomutakmarkanir hafa leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Heildartekjur ferðaþjónustunnar námu 278,2 milljarðar króna samanborið við 627,3 milljarða króna árið 2019. Er þetta samdráttur um 349 milljarða króna eða 56 prósent. „Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna lægri tekjur en þá námu þær 257,2 mö.kr. Tekjutapið milli ára skýrist fyrst og fremst af mikilli fækkun erlendra ferðamanna,“ segir í Hagsjánni. Tapið skýrist þó einnig að hluta til af því að einhver félög lögðu upp laupana á síðasta ári og skiluðu því ekki ársreikningi að því er fram kemur í Hagsjánni. Landsbankinn reiknar þó með að rekstur ferðaþjónustufyrirtækja hafi gengið mun betur á árinu sem nú er að líða en því síðasta. Spáir bankinn því að 1,5 milljón ferðamanna sæki Ísland heim á næsta ári. „Fyrirtækin líta nokkuð bjartsýnum augum fram á veginn. Þannig telja rúmlega 80% fyrirtækja að eftirspurn af hendi erlendra ferðamanna muni aukast á næsta ári. Flestir búast við töluvert mikilli fjölgun erlendra ferðamanna á næsta ári.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira