Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2025 16:32 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Lýður Seðlabankinn hefur ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn mun framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að bankinn hafi um nokkurt skeið haft til skoðunar að reikna og birta vexti byggða á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Á grundvelli þeirrar vinnu hafi Seðlabankinn ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn muni framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. Ríkisstjórnin tilkynnti á dögunum að hún hyggðist eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það yrði gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem gæti legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það hefur nú verið kynnt til sögunnar. Tvenns konar vextir Í tilkynningu Seðlabankans segir að fastir lánstímavextir sýni reiknaða vexti verðtryggðra og óverðtryggðra íslenskra ríkisskuldabréfa miðað við fastan lánstíma til þriggja, fimm og tíu ára. Tvenns konar fastir lánstímavextir verði birtir á ársgrundvelli. Þeir séu eftirfarandi: Par-vextir sem sýna á hverjum degi hvaða vexti og ávöxtunarkröfu ný vaxtagreiðslubréf ríkissjóðs til 3, 5 og 10 ára myndu bera ef þau væru gefin út þann daginn á pari, þ.e. á verðinu 100. Þessir vextir sýna í raun hvaða fjármögnunarkostnaði ríkissjóður stendur frammi fyrir til valinna lokagjalddaga á hverjum degi, og nefnast einnig fastir lánstímavextir ríkisskuldabréfa. Á ensku er þetta þekkt sem „Constant Maturity Treasury (CMT)“. Eingreiðsluvextir sem sýna hver ávöxtunarkrafa nýrra ríkisskuldabréfa með engar vaxtagreiðslur væri ef þau væru gefin út þann daginn til fasts lánstíma til 3, 5 og 10 ára. Unnt er að nota þessa vexti m.a. til að núvirða framtíðargreiðsluflæði. Ofangreindir vextir séu ekki vextir eiginlegra útgefinna ríkisskuldabréfa heldur sýni þeir reiknaða vexti ríkisskuldabréfa, það er vaxtagreiðslubréfa annars vegar og eingreiðslubréfa hins vegar, miðað við ákveðinn fastan lánstíma, byggða á útgefnum íslenskum ríkisskuldabréfum sem skráð eru í Kauphöllinni. Opinber birting þessara vaxta kunni meðal annars að nýtast aðilum á fjármálamarkaði, greiningaraðilum og ríkissjóði og stuðli á hlutlausan og staðlaðan hátt að gagnsæi, ásamt betri samanburði og verðlagningu íslenskra fjármálaafurða. Birta gögn aftur í tímann fljótlega Ýmsar leiðir séu færar til að reikna fasta lánstímavexti þar sem byggja þarf á brúun milli ávöxtunarkröfu útgefinna skuldabréfa sem eru með óreglulega lokagjalddaga. Hér sé notast við nýja aðferðafræði en hún sé sambærileg útreikningum á sams konar vöxtum sem birtir eru erlendis. Nánari upplýsingar um fasta lánstímavexti og forsendur útreiknings vaxtanna megi finna á vefsíðu Seðlabankans á eftirfarandi vefsvæði undir fastir lánstímavextir: Vextir Gögn um vextina nokkur ár aftur í tímann verði birt fljótlega. Seðlabankinn Lánamál Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að bankinn hafi um nokkurt skeið haft til skoðunar að reikna og birta vexti byggða á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Á grundvelli þeirrar vinnu hafi Seðlabankinn ákveðið að hefja birtingu á föstum lánstímavöxtum frá og með deginum í dag. Seðlabankinn muni framvegis birta vextina alla viðskiptadaga fyrir klukkan 11:00. Ríkisstjórnin tilkynnti á dögunum að hún hyggðist eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það yrði gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem gæti legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Það hefur nú verið kynnt til sögunnar. Tvenns konar vextir Í tilkynningu Seðlabankans segir að fastir lánstímavextir sýni reiknaða vexti verðtryggðra og óverðtryggðra íslenskra ríkisskuldabréfa miðað við fastan lánstíma til þriggja, fimm og tíu ára. Tvenns konar fastir lánstímavextir verði birtir á ársgrundvelli. Þeir séu eftirfarandi: Par-vextir sem sýna á hverjum degi hvaða vexti og ávöxtunarkröfu ný vaxtagreiðslubréf ríkissjóðs til 3, 5 og 10 ára myndu bera ef þau væru gefin út þann daginn á pari, þ.e. á verðinu 100. Þessir vextir sýna í raun hvaða fjármögnunarkostnaði ríkissjóður stendur frammi fyrir til valinna lokagjalddaga á hverjum degi, og nefnast einnig fastir lánstímavextir ríkisskuldabréfa. Á ensku er þetta þekkt sem „Constant Maturity Treasury (CMT)“. Eingreiðsluvextir sem sýna hver ávöxtunarkrafa nýrra ríkisskuldabréfa með engar vaxtagreiðslur væri ef þau væru gefin út þann daginn til fasts lánstíma til 3, 5 og 10 ára. Unnt er að nota þessa vexti m.a. til að núvirða framtíðargreiðsluflæði. Ofangreindir vextir séu ekki vextir eiginlegra útgefinna ríkisskuldabréfa heldur sýni þeir reiknaða vexti ríkisskuldabréfa, það er vaxtagreiðslubréfa annars vegar og eingreiðslubréfa hins vegar, miðað við ákveðinn fastan lánstíma, byggða á útgefnum íslenskum ríkisskuldabréfum sem skráð eru í Kauphöllinni. Opinber birting þessara vaxta kunni meðal annars að nýtast aðilum á fjármálamarkaði, greiningaraðilum og ríkissjóði og stuðli á hlutlausan og staðlaðan hátt að gagnsæi, ásamt betri samanburði og verðlagningu íslenskra fjármálaafurða. Birta gögn aftur í tímann fljótlega Ýmsar leiðir séu færar til að reikna fasta lánstímavexti þar sem byggja þarf á brúun milli ávöxtunarkröfu útgefinna skuldabréfa sem eru með óreglulega lokagjalddaga. Hér sé notast við nýja aðferðafræði en hún sé sambærileg útreikningum á sams konar vöxtum sem birtir eru erlendis. Nánari upplýsingar um fasta lánstímavexti og forsendur útreiknings vaxtanna megi finna á vefsíðu Seðlabankans á eftirfarandi vefsvæði undir fastir lánstímavextir: Vextir Gögn um vextina nokkur ár aftur í tímann verði birt fljótlega.
Seðlabankinn Lánamál Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira