Ferðaþjónustufyrirtæki töpuðu 105 milljörðum á síðasta ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2021 11:40 Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Vísir/Vilhelm Tap af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja nam 104,6 milljörðum króna á síðasta ári. Árið var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á ársreikningingagögnum Hagstofunnar yfir fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar. Var þetta gríðarlegur viðsnúningur á milli ára en hagnaður fyrir skatta í ferðaþjónustunni var 3,2 milljarðar króna árið 2019. Umskiptin eru helst rakin til mikils tekjusamdráttar en kórónuveirufaraldurinn og samkomutakmarkanir hafa leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Heildartekjur ferðaþjónustunnar námu 278,2 milljarðar króna samanborið við 627,3 milljarða króna árið 2019. Er þetta samdráttur um 349 milljarða króna eða 56 prósent. „Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna lægri tekjur en þá námu þær 257,2 mö.kr. Tekjutapið milli ára skýrist fyrst og fremst af mikilli fækkun erlendra ferðamanna,“ segir í Hagsjánni. Tapið skýrist þó einnig að hluta til af því að einhver félög lögðu upp laupana á síðasta ári og skiluðu því ekki ársreikningi að því er fram kemur í Hagsjánni. Landsbankinn reiknar þó með að rekstur ferðaþjónustufyrirtækja hafi gengið mun betur á árinu sem nú er að líða en því síðasta. Spáir bankinn því að 1,5 milljón ferðamanna sæki Ísland heim á næsta ári. „Fyrirtækin líta nokkuð bjartsýnum augum fram á veginn. Þannig telja rúmlega 80% fyrirtækja að eftirspurn af hendi erlendra ferðamanna muni aukast á næsta ári. Flestir búast við töluvert mikilli fjölgun erlendra ferðamanna á næsta ári.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á ársreikningingagögnum Hagstofunnar yfir fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar. Var þetta gríðarlegur viðsnúningur á milli ára en hagnaður fyrir skatta í ferðaþjónustunni var 3,2 milljarðar króna árið 2019. Umskiptin eru helst rakin til mikils tekjusamdráttar en kórónuveirufaraldurinn og samkomutakmarkanir hafa leikið ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Heildartekjur ferðaþjónustunnar námu 278,2 milljarðar króna samanborið við 627,3 milljarða króna árið 2019. Er þetta samdráttur um 349 milljarða króna eða 56 prósent. „Leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna lægri tekjur en þá námu þær 257,2 mö.kr. Tekjutapið milli ára skýrist fyrst og fremst af mikilli fækkun erlendra ferðamanna,“ segir í Hagsjánni. Tapið skýrist þó einnig að hluta til af því að einhver félög lögðu upp laupana á síðasta ári og skiluðu því ekki ársreikningi að því er fram kemur í Hagsjánni. Landsbankinn reiknar þó með að rekstur ferðaþjónustufyrirtækja hafi gengið mun betur á árinu sem nú er að líða en því síðasta. Spáir bankinn því að 1,5 milljón ferðamanna sæki Ísland heim á næsta ári. „Fyrirtækin líta nokkuð bjartsýnum augum fram á veginn. Þannig telja rúmlega 80% fyrirtækja að eftirspurn af hendi erlendra ferðamanna muni aukast á næsta ári. Flestir búast við töluvert mikilli fjölgun erlendra ferðamanna á næsta ári.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira