Viðskipti innlent

Bein út­sending: Um­ræður á seinni degi Sjávarút­vegs­ráð­stefnunnar

Boði Logason skrifar
Tómasa Þór Þórðarson stýrir umræðunum en meðal gesta í dag eru Valgeir Magnússon, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Tómasa Þór Þórðarson stýrir umræðunum en meðal gesta í dag eru Valgeir Magnússon, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Vísir

Seinni dagur Sjávarútvegsráðstefnunnar fer fram í Hörpu í dag og þar sem áfram verður rætt um sjávarútveg undir yfirskrift ráðstefnunnar: „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“

Líkt og í gær verða lifandi umræður um sjávarútveginn undir stjórn Tómasar Þórs Þórðarsonar sem hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan. Rætt verður við fólk sem tengist sjávarútvegi og fólki í afleiddum greinum auk stjórnmálamanna og annarra.

„Á meðal gesta í dag eru Gylfi Ólafsson, hagfræðingur, varaþingmaður Viðreisnar og formaður Vestfjarðarstofu sem ræðir gullkistuna sem eru Vestfirðir, Valgeir Magnússon almannatengill og Daði Guðjónsson frá Íslandsstofu ræða markaðssetningu íslensks Sjávarútvegs, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, kíkir í settið og þá verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrv. ráðherra nýsköpunar síðasti gestur dagsins.

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi milli klukkan 9 og 13 í dag.

Þá er hægt að horfa á umræðurnar sem fram fóru í gær í þessari frétt.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu

Sjávarútvegsráðstefnan 2025 fer fram í Hörpu dagana 6.-7. nóvember en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×