Vilja staðfestingu á að friðlýsingin hafi ekki áhrif út fyrir landamörk Dranga Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 10:39 Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, á göngubrúnni yfir Hvalá. Vísir/Egill Eigendur Ófeigsfjarðar, jarðar í Árneshreppi, hafa óskað eftir staðfestingu á að nýleg friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis, en það er Bæjarins besta sem greinir frá málinu. Í bréfinu er þeirri kröfu beint til ráðherra, Umhverfisstofnunar og forsvarsmanna Dranga að þeir staðfesti að friðlýsing Dranga hafi engin áhrif út fyrir landamörk Dranga eða að opinber yfirlýsing komi frá Alþingi um að áhrifasvæði friðlýsingar nái aðeins til „óumdeildra landamerkja“ Dranga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, skrifaði undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á síðasta degi sínum í embættinu, en undirbúningur hafði þá staðið yfir í nokkur ár. Með friðlýsingunni mætti ekki reisa ný mannvirki í fimm kílómetra radíus frá Drangajörðinni. Sjá má á kortinu hve langt það nær, um það bil, en það gæti haft áhrif á svæði þar sem virkjanaframkvæmdir eru fyrirhugaðar.Vísir/Hjalti „Frekleg aðför“ Það er Pétur Guðmundsson sem ritar undir bréfið fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ófeigsfjarðar. Þar segir að eins og friðlýsingin beri með sér að áhrifasvæði friðlýsingarinnar nái yfir nær alla Skjaldabjarnarvík, Drangavík, Engjanes og talsvert inn á jörð Ófeigsfjarðar. „Þetta er frekleg aðför að einkaeignarrétti þeirra sem eiga jarðir sem þessi friðun hefur áhrif á,“ segir í bréfinu. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 þar sem rétt er við Pétur um deilurnar um friðlýsingu og mögulega Hvalárvirkjun. Lögum var breytt á síðasta ári á þann veg að hægt væri að friðlýsa svæði sem uppfylli öll skilyrði sem óbyggt víðerni þótt mannvirki séu til staðar í innan við fimm kílómetra fjarlægð að jafnaði frá mörkum svæðisins. Í svari Evu B. Sólan Hannesdóttur, lögfræðings Umhverfisstofnunar og formanns starfshóps um friðlýsingu Dranga, kemur ekki fram hvort athugað hafi verið hvort hugmyndir um Hvalárvirkjun myndi að einhverju leyti vera innan fjarlægðamarka friðlýsta svæðisins að Dröngum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. 9. desember 2021 12:47
Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07
Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34