Körfubolti

Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta.
Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur

Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld.

Gengi liðsins hefur vægast sagt ekki verið gott í upphafi móts, en liðið hefur tapað öllum ellefu leikjum sínum til þessa.

Ítilkynningu félagsins kemur fram að yfirstandandi tímabil hafi einkennst af erfiðleikum við mönnun á liðinu og ófyrirséðum breytingum.

Þá kemur einnig fram að markmið körfuknattleiksdeildarinnar verðieftir sem áður að vinna að því að efla meistaraflokka félagsins til framtíðar og að það byggist á góðu starfi yngri flokka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.