„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 11:31 Laugardalshöll var græn 15. febrúar 2020 þegar Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Nú þarf körfuknattleiksdeild félagsins á sjálfboðaliðum að halda til að starfsemi deildarinnar verði ekki lögð niður. vísir/daníel Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“ Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira