Hraunbergi lokað vegna myglu Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2021 15:18 Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Vísir/Vilhelm Starfsemi Hraunbergs hefur verið flutt vegna myglu sem fundist hefur í húsnæði þess. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg stendur til að flytja starfsemina í varanlegt húsnæði á næstu mánuðum. Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Það er fyrir fjögur ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem þurfa tímabundna vistun utan heimilis vegna sérstakra aðstæðna. Í áðurnefndri tilkynningu segir að niðurstöður úr sýnatöku frá Mannvit hafi borist í upphafi vikunnar. Mygla hafi fundist á nokkrum stöðum í húsinu. Um þessar mundir búa þrjú ungmenni á heimilinu en um þrjátíu börn hafa dvalið á Hraunbergi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur á þessu ári. Búið er að tala við foreldra þeirra þriggja sem búa nú á Hraunbergi og er verið að hafa samband við foreldra hinna. Starfsfólki verður boðið upp á sérstaka læknisskoðun hjá trúnaðarlækni. Haft er eftir Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, að málinu sé tekið alvarlega. Því hafi húsnæðið verið rýmt etir að niðurstaðan lá fyrir og verið sé að leita að hentugum stað fyrir starfsemina. „Starfsfólki og börnum sem dvalið hafa í Hraunbergi verður veittur allur sá stuðningur sem þau þurfa á að halda. Það mun mikið mæða á starfsfólki næstu daga og vikur við að koma sér fyrir á nýjum stað og undirbúa jólahald í nýjum og ókunnugum aðstæðum. Við munum gera hvað við getum til að létta undir með þeim í öllu því raski sem fylgir. Starfsfólk Hraunbergs hefur tekið fréttunum af mikilli yfirvegun og við vitum að það mun hvergi láta deigan síga við að tryggja börnunum öruggar og hlýlegar aðstæður. Fyrir það kunnum við þeim miklar þakkir,“ segir Katrín í tilkynningunni. Mygla Reykjavík Barnavernd Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Það er fyrir fjögur ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem þurfa tímabundna vistun utan heimilis vegna sérstakra aðstæðna. Í áðurnefndri tilkynningu segir að niðurstöður úr sýnatöku frá Mannvit hafi borist í upphafi vikunnar. Mygla hafi fundist á nokkrum stöðum í húsinu. Um þessar mundir búa þrjú ungmenni á heimilinu en um þrjátíu börn hafa dvalið á Hraunbergi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur á þessu ári. Búið er að tala við foreldra þeirra þriggja sem búa nú á Hraunbergi og er verið að hafa samband við foreldra hinna. Starfsfólki verður boðið upp á sérstaka læknisskoðun hjá trúnaðarlækni. Haft er eftir Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, að málinu sé tekið alvarlega. Því hafi húsnæðið verið rýmt etir að niðurstaðan lá fyrir og verið sé að leita að hentugum stað fyrir starfsemina. „Starfsfólki og börnum sem dvalið hafa í Hraunbergi verður veittur allur sá stuðningur sem þau þurfa á að halda. Það mun mikið mæða á starfsfólki næstu daga og vikur við að koma sér fyrir á nýjum stað og undirbúa jólahald í nýjum og ókunnugum aðstæðum. Við munum gera hvað við getum til að létta undir með þeim í öllu því raski sem fylgir. Starfsfólk Hraunbergs hefur tekið fréttunum af mikilli yfirvegun og við vitum að það mun hvergi láta deigan síga við að tryggja börnunum öruggar og hlýlegar aðstæður. Fyrir það kunnum við þeim miklar þakkir,“ segir Katrín í tilkynningunni.
Mygla Reykjavík Barnavernd Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira