Hraunbergi lokað vegna myglu Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2021 15:18 Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Vísir/Vilhelm Starfsemi Hraunbergs hefur verið flutt vegna myglu sem fundist hefur í húsnæði þess. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg stendur til að flytja starfsemina í varanlegt húsnæði á næstu mánuðum. Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Það er fyrir fjögur ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem þurfa tímabundna vistun utan heimilis vegna sérstakra aðstæðna. Í áðurnefndri tilkynningu segir að niðurstöður úr sýnatöku frá Mannvit hafi borist í upphafi vikunnar. Mygla hafi fundist á nokkrum stöðum í húsinu. Um þessar mundir búa þrjú ungmenni á heimilinu en um þrjátíu börn hafa dvalið á Hraunbergi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur á þessu ári. Búið er að tala við foreldra þeirra þriggja sem búa nú á Hraunbergi og er verið að hafa samband við foreldra hinna. Starfsfólki verður boðið upp á sérstaka læknisskoðun hjá trúnaðarlækni. Haft er eftir Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, að málinu sé tekið alvarlega. Því hafi húsnæðið verið rýmt etir að niðurstaðan lá fyrir og verið sé að leita að hentugum stað fyrir starfsemina. „Starfsfólki og börnum sem dvalið hafa í Hraunbergi verður veittur allur sá stuðningur sem þau þurfa á að halda. Það mun mikið mæða á starfsfólki næstu daga og vikur við að koma sér fyrir á nýjum stað og undirbúa jólahald í nýjum og ókunnugum aðstæðum. Við munum gera hvað við getum til að létta undir með þeim í öllu því raski sem fylgir. Starfsfólk Hraunbergs hefur tekið fréttunum af mikilli yfirvegun og við vitum að það mun hvergi láta deigan síga við að tryggja börnunum öruggar og hlýlegar aðstæður. Fyrir það kunnum við þeim miklar þakkir,“ segir Katrín í tilkynningunni. Mygla Reykjavík Barnavernd Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Hraunberg er skammtímaheimili fyrir ungmenni á vegum Barnaverndar Reykjavíkur en starfsemin er nú í bráðabirgðahúsnæði. Það er fyrir fjögur ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára sem þurfa tímabundna vistun utan heimilis vegna sérstakra aðstæðna. Í áðurnefndri tilkynningu segir að niðurstöður úr sýnatöku frá Mannvit hafi borist í upphafi vikunnar. Mygla hafi fundist á nokkrum stöðum í húsinu. Um þessar mundir búa þrjú ungmenni á heimilinu en um þrjátíu börn hafa dvalið á Hraunbergi á vegum Barnaverndar Reykjavíkur á þessu ári. Búið er að tala við foreldra þeirra þriggja sem búa nú á Hraunbergi og er verið að hafa samband við foreldra hinna. Starfsfólki verður boðið upp á sérstaka læknisskoðun hjá trúnaðarlækni. Haft er eftir Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, að málinu sé tekið alvarlega. Því hafi húsnæðið verið rýmt etir að niðurstaðan lá fyrir og verið sé að leita að hentugum stað fyrir starfsemina. „Starfsfólki og börnum sem dvalið hafa í Hraunbergi verður veittur allur sá stuðningur sem þau þurfa á að halda. Það mun mikið mæða á starfsfólki næstu daga og vikur við að koma sér fyrir á nýjum stað og undirbúa jólahald í nýjum og ókunnugum aðstæðum. Við munum gera hvað við getum til að létta undir með þeim í öllu því raski sem fylgir. Starfsfólk Hraunbergs hefur tekið fréttunum af mikilli yfirvegun og við vitum að það mun hvergi láta deigan síga við að tryggja börnunum öruggar og hlýlegar aðstæður. Fyrir það kunnum við þeim miklar þakkir,“ segir Katrín í tilkynningunni.
Mygla Reykjavík Barnavernd Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira