Ákvað að spara ofurstökkið fyrir stóru stundina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2021 09:00 Helgi Laxdal Aðalgeirsson fagnar liðsfélaga sínum eftir gott stökk. stefán pálsson Helgi Laxdal Aðalgeirsson var sáttur með hvernig gekk hjá íslenska karlaliðinu í undanúrslitum á EM í hópfimleikum. Hann segir að í úrslitunum gerði allt gefið í botn og þá vonast hann til að frumsýna ofurstökkið sitt. Ísland varð í 2. sæti í undanúrslitunum með 56.250 í heildareinkunn, 2,625 á eftir Svíþjóð sem varð efst. „Þetta var sturlað. Okkur gekk ekkert smá vel og við eigum svo mikið inni. Við vorum í 2. sæti þótt við eigum svona mikið inni. Þetta er bara galið,“ sagði Helgi hátt uppi í samtali við Vísi eftir undanúrslitin. Helgi ætlaði að framkvæma ofurstökkið sitt en hætti við og ákvað að spara það fyrir úrslitin í dag. „Ég ákvað að gera ekki ofurstökkið mitt. Ég gerði aðeins léttara, lenti og gerði það vel. Ég á stóra stökkið inni. Mig langaði að gera það og skrifa mig í sögubækurnar strax en ég geri það bara á laugardaginn [í dag],“ sagði Helgi. En hvenær ákvað hann að hætta við að gera ofurstökkið? „Í heilu skrúfunni og kraftstökkinu fann ég að þetta var ekki alveg eins gott. Það hefði ekki verið gott að gera stökkið og slasa sig,“ sagði Helgi. Hann segir að íslensku strákarnir ætli að gefa í á öllum sviðum í úrslitunum. „Við ætlum að fá hærri danseinkunn og fá fleiri lendingar á trampólíni og svo ofurstökkið á dýnu,“ sagði Helgi. Íslensku strákarnir í dansinum.stefán pálsson Danir hafa verið með gríðarlega mikla yfirburði í karlaflokki um langt árabil. Þeir eru hins vegar ekki með að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins og það eykur möguleika Íslendinga á góðri niðurstöðu í úrslitum. „Svíar eru helstu keppninautarnir. Þeir eru harðir, dansa vel og eru mjög hreinir og fínir í stökkunum í sínum,“ sagði. „Fjarvera Dana opnar fyrir okkur. Við Ísland erum ekki smáþjóð sem geta ekki fimleika. Það eru ekki bara stelpur sem geta fimleika heldur strákar líka.“ Keppni í karlaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 17:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Ísland varð í 2. sæti í undanúrslitunum með 56.250 í heildareinkunn, 2,625 á eftir Svíþjóð sem varð efst. „Þetta var sturlað. Okkur gekk ekkert smá vel og við eigum svo mikið inni. Við vorum í 2. sæti þótt við eigum svona mikið inni. Þetta er bara galið,“ sagði Helgi hátt uppi í samtali við Vísi eftir undanúrslitin. Helgi ætlaði að framkvæma ofurstökkið sitt en hætti við og ákvað að spara það fyrir úrslitin í dag. „Ég ákvað að gera ekki ofurstökkið mitt. Ég gerði aðeins léttara, lenti og gerði það vel. Ég á stóra stökkið inni. Mig langaði að gera það og skrifa mig í sögubækurnar strax en ég geri það bara á laugardaginn [í dag],“ sagði Helgi. En hvenær ákvað hann að hætta við að gera ofurstökkið? „Í heilu skrúfunni og kraftstökkinu fann ég að þetta var ekki alveg eins gott. Það hefði ekki verið gott að gera stökkið og slasa sig,“ sagði Helgi. Hann segir að íslensku strákarnir ætli að gefa í á öllum sviðum í úrslitunum. „Við ætlum að fá hærri danseinkunn og fá fleiri lendingar á trampólíni og svo ofurstökkið á dýnu,“ sagði Helgi. Íslensku strákarnir í dansinum.stefán pálsson Danir hafa verið með gríðarlega mikla yfirburði í karlaflokki um langt árabil. Þeir eru hins vegar ekki með að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins og það eykur möguleika Íslendinga á góðri niðurstöðu í úrslitum. „Svíar eru helstu keppninautarnir. Þeir eru harðir, dansa vel og eru mjög hreinir og fínir í stökkunum í sínum,“ sagði. „Fjarvera Dana opnar fyrir okkur. Við Ísland erum ekki smáþjóð sem geta ekki fimleika. Það eru ekki bara stelpur sem geta fimleika heldur strákar líka.“ Keppni í karlaflokki á EM í hópfimleikum hefst klukkan 17:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi.
EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira