Þumalbrotnaði í fyrstu lotu en kláraði samt bardagann og vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 09:01 Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í Svíþjóð og hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður. Instagram/valgerdurgud Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir vann flottan sigur í bardaga sínum í Jönköping í Svíþjóð um helgina en hún þurfti heldur betur að harka af sér í bardaganum. Allir dómararnir dæmdu Valgerði sigur á hinni maltnesku Claire Sammut eða 59-55, 59-55 og 58-56. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Mjölnir segir frá bardaganum sem og að þetta hafi ekki gengið þrautalaust fyrir hana. Instagram/valgerdurgud Valgerður fór úr lið á þumalfingri í fyrstu lotu bardagans en hélt áfram. Seinna kom síðan í ljós að hún hafði brotið þumalinn og þarf að fara í aðgerð. Valgerður fékk að vita um alvarleika meiðslanna eftir að hún fór upp á sjúkrahús eftir komuna til Íslands. Hún þurfti að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað. Það var hins ekkert verra að taka þennan bardaga með vinstri. „Mér líður ógeðslega vel nema að ég fór úr lið í fyrstu lotu þannig að ég gerði ekki alveg það sem ég vildi gera en við fengum sigurinn,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir á Instagram. Þjálfari hennar Davíð Rúnar Bjarnason fór líka yfir bardagann hennar og það fór ekkert á milli mála að hann var mjög ánægður með sína konu. Vel bólgin á hendinni.Instagram/valgerdurgud „Það eru allir í skýjunum hér. Þetta var einróma ákvörðun og vann allar lotur nema eina samkvæmt tveimur dómurum og fjórar af sex samkvæmt einum. Þetta fór allt eftir plani því við skipulögðum þetta svona en við ætlum reyndar að klára hana. Valgerði datt úr liði á þumlinum á hægri hendi í fyrstu lotu. Það hafði heilmikil áhrif af því að hún er með mjög sterka hægri hönd,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason. „Við erum samt í skýjunum. Við komum heim með stóran bikar og W á afrekaskrána sem er geggjað. Ég er virkilega ánægður með hana og þetta er einmitt eins og hún átti að gera þetta. Það getur skipt máli að vera ekki þumalinn í lagi í fimm lotur af sex,“ sagði Davíð Rúnar. Valgerður sýndi á sér þumalinn á Instagram síðu sinni eftir heimkomuna í gær og sagði frá því að hún er á leiðinni í myndatöku vegna meiðslanna á þumlinum. Hún hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður. Box Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Allir dómararnir dæmdu Valgerði sigur á hinni maltnesku Claire Sammut eða 59-55, 59-55 og 58-56. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Mjölnir segir frá bardaganum sem og að þetta hafi ekki gengið þrautalaust fyrir hana. Instagram/valgerdurgud Valgerður fór úr lið á þumalfingri í fyrstu lotu bardagans en hélt áfram. Seinna kom síðan í ljós að hún hafði brotið þumalinn og þarf að fara í aðgerð. Valgerður fékk að vita um alvarleika meiðslanna eftir að hún fór upp á sjúkrahús eftir komuna til Íslands. Hún þurfti að treysta meira á vinstri höndina heldur en upphaflega var planað. Það var hins ekkert verra að taka þennan bardaga með vinstri. „Mér líður ógeðslega vel nema að ég fór úr lið í fyrstu lotu þannig að ég gerði ekki alveg það sem ég vildi gera en við fengum sigurinn,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir á Instagram. Þjálfari hennar Davíð Rúnar Bjarnason fór líka yfir bardagann hennar og það fór ekkert á milli mála að hann var mjög ánægður með sína konu. Vel bólgin á hendinni.Instagram/valgerdurgud „Það eru allir í skýjunum hér. Þetta var einróma ákvörðun og vann allar lotur nema eina samkvæmt tveimur dómurum og fjórar af sex samkvæmt einum. Þetta fór allt eftir plani því við skipulögðum þetta svona en við ætlum reyndar að klára hana. Valgerði datt úr liði á þumlinum á hægri hendi í fyrstu lotu. Það hafði heilmikil áhrif af því að hún er með mjög sterka hægri hönd,“ sagði Davíð Rúnar Bjarnason. „Við erum samt í skýjunum. Við komum heim með stóran bikar og W á afrekaskrána sem er geggjað. Ég er virkilega ánægður með hana og þetta er einmitt eins og hún átti að gera þetta. Það getur skipt máli að vera ekki þumalinn í lagi í fimm lotur af sex,“ sagði Davíð Rúnar. Valgerður sýndi á sér þumalinn á Instagram síðu sinni eftir heimkomuna í gær og sagði frá því að hún er á leiðinni í myndatöku vegna meiðslanna á þumlinum. Hún hefur nú unnið fimm af sjö bardögum sínum sem atvinnumaður.
Box Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira