Sport

Sara Sigmunds með lóðin á ströndinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir sést hér við æfingar á ströndinni í Dúbaí.
Sara Sigmundsdóttir sést hér við æfingar á ströndinni í Dúbaí. Instagram/@sarasigmunds

Það er innan við mánuður í Dubai CrossFit Championship stórmótið og það styttist því um leið í áhugaverða endurkomu einnar af bestu CrossFit konu Íslands.

Sara Sigmundsdóttir er nú að undirbúa sig fyrir fyrsta CrossFit mótið eftir krossbandsslit og hún gerir það í blíðunni í Dúbaí.

Sara þarf ekki að kvarta yfir roki, rigningu eða kulda þar sem hún er þessa dagana og svona aðeins til að monta sig og stríða okkur hinum þá setti hún inn myndband af sér við æfingarnar.

Sara var þá auðvitað mætt með lóðin á ströndina og sést lyfta handlóðunum um stund. Heimafólk gengur framhjá henni og er ekki mikið að furða sig fyrir íslensku afrekskonunni.

Sara sagði einnig frá að þessa æfingu gerði hún í sólarlaginu á ströndinni og hluti af æfingunni hefði verið sund í sjónum. Sara vakti líka athygli á því að auðvitað gerði hún æfingarnar í bikiníinu sem hún hannaði sjálf.

Það má sjá færslu Söru hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.