Fótbolti

Gæti þurft að leggja skóna á hilluna eftir að hafa greinst með hjartsláttatruflanir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sergio Agüero gæti verið búinn að spila sinn seinasta leik á ferlinum.
Sergio Agüero gæti verið búinn að spila sinn seinasta leik á ferlinum. Alex Caparros/Getty Images

Sergio Agüero, framherji Barcelona, gæti þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir að hann greindist með hjartsláttatruflanir. Agüero var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundið fyrir verkjum í brjósti í leik gegn Alaves í síðasta mánuði.

Barcelona hafði áður greint frá því að Agüero yrði frá keppni í þrjá mánuði, en nú gæti farið svo að Agüero hafi leikið sinn seinasta leik á ferlinum eftir að í ljós kom að vandamálið er flóknara en fyrst var talið.

Hann gæti þurft að bíða fram í mars á næsta ári áður en hægt verður að taka ákvörðun um framhaldið.

Þessi 33 ára Argentínumaður gekk í raðir Barcelona frá Manchester City í sumar eftir tíu góð ár hjá City. Leikurinn gegn Alaves var fyrsti byrjunarliðsleikur Agüero í treyju Barcelona.

Á sínum tíu árum hjá City lék Agüero 275 deildarleiki og skoraði í þeim 184 mörk, en það gerir hann að markahæsta leikmanni félagsins frá upphafi, og raunar hafa aðeins þrír leikmenn skorað fleiri mörk en hann í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var sett á laggirnar árið 1992.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.