Lífið

Banastuð hjá Of Monsters and Men í Gamla bíói

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rétthenta Nanna og örvhenti Ragnar syngja og spila.
Rétthenta Nanna og örvhenti Ragnar syngja og spila. Mummi Lú

Óhætt er að segja að stuð hafi verið í Gamla bíó í gærkvöldi á fyrstu af fernum tónleikum Of Monsters and Men í vikunni. Gestir báru grímur en það virtist ekki hafa áhrif á stemmninguna.

Lay Low hitaði upp fyrir sveitina í gærkvöldi og í kvöld verður það Mugison sem kemur stemmningunni í gang. Salóme Katrín hitar upp á fimmtudagskvöld og Supersport! á föstudag.

Uppselt er á tónleikana á föstudagskvöld en einhverjir miðar eru eftir á tónleikana á fimmtudag. Sveitin fagnar tíu ára afmæli plötu sinnar My Head is an Animal sem sveitin gaf út árið 2011 í kjölfar þess að sigur vannst í Músíktilraunum.

Mummi Lú var með myndavélina á lofti í gærkvöldi og myndaði bæði við undirbúning tónleikanna og eftir að talið var í.

Það er vissara að hafa vana menn á tökkunum.Mummi Lú
Fólkið á bak við tjöldin.Mummi Lú
Allt gert klárt fyrir stóru stundina.Mummi Lú
Farið yfir stöðuna.Mummi Lú
Lay Low stillir strengi gítarsins.Mummi Lú
Arnar Rósenkranz Hilmarsson á trommunum.Mummi Lú
Ragnar syngur og spilar fyrir fólkið.Mummi Lú
Nanna á góðri stundu.Mummi Lú
Kristján Páll lætur vel í sér heyra.Mummi Lú
Ragnar kominn á hljómborðið.Mummi Lú
Rétthenta Nanna og örvhenti Ragnar syngja og spila.Mummi Lú
Fagnaðarlæti í Gamla bíó.Mummi Lú
Hópurinn á sviðinu í Gamla bíó áður en gestum var hleypt í hús.Mummi Lú
Afar góð stemmning var á tónleikunum.Mummi Lú
Brynjar Leifsson með gítarinn og Steingrímur Teague á harmónikkunni í bakgrunni.Mummi Lú
Ragnar gítarleikari mundar gripinn.Mummi Lú
Brynjar Leifsson lifir sig inn í tónlistina.Mummi Lú
Nanna Bryndís syngur fyrir gesti í Gamla bíó.Mummi LúFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.