Ekkert vonleysi hjá Katrínu Tönju þrátt fyrir vonbrigðin um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sér ekki nógu vel á strik á báðum stórmótum ársins. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir var aldrei með í toppbaráttunni á Rogue Invitational CrossFit mótinu og endaði að lokum í fimmtánda sæti. Hún segist vera mjög spennt fyrir framhaldinu þrátt fyrir vonbrigðaár. Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira