Segir rétt viðbrögð hafa skipt sköpum Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2021 15:35 Vestmannaey og Bergey við bryggju í Norðfirði. Síldarvinnslan/Smári Geirsson Rétt viðbrögð skiptu sköpum eftir að eldur kom upp í ísfisktogaranum Vestmannaey VE í gær. Það segir skipstjóri togarans en eldurinn hófst á sprengingu í vélarrúminu var skipið þá austur af landinu. Það var dregið til hafnar í Norðfirði. Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í grein á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra, að sveifarás hafi spýst úr annarri vél skipsins og mikill eldur hafi verið laus. „Ég tel að snögg og góð viðbrögð hafi komið í veg fyrir að þarna færi verr. Áhöfnin stóð sig frábærlega og var yfirveguð allan tímann,“ segir Birgir á vefnum. Hann telur fagmannleg viðbrögð hafa skipt öllu máli og segir áhöfn skipsins byggja á góðum grunni frá Slysavarnaskóla sjómanna. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri Vestmannaeyjar.Síldarvinnslan/Guðmundur Alfreðsson Birgir segir að sprengingin hafi orðið klukkan 15:30 í gær. Vélstjóri Vestmannaeyjar hafi strax hlaupið niður í vélarúm og sprautað á eldinn úr slökkvitæki. Þegar hann hafi séð að það dygði ekki til var rýminu lokað. Eldvarnarkerfi skipsins hafi verið virkjað og neyðaráætlun þess sömuleiðis. Allri áhöfninni hafi verið komið á mótstað fyrir aftan brúnna, loftinntökum vélarúmsins hafi verið lokað og drepið á vélarúmsblásurum og eldsneytisdælur stöðvaðar. Því næst hafi verið kveikt á slökkvikerfi vélarúmsins þegar búið hafi verið að tryggja að ekkert súrefni bærist þangað inn. Kerfið virkar á þann veg að það eyðir öllu súrefni rýmisins svo eldurinn kafnar. „Við höfðum strax samband við landhelgisgæsluna og einnig slökkviliðsstjóra í Reykjavík og fengum þar góð ráð en við töldum fljótlega að eldurinn væri slökktur. Strax og menn gerðu sér grein fyrir hvað var að gerast var haft samband við Bergey VE sem var að veiðum skammt frá okkur.“ Áhöfn Bergeyjar hífði strax og var komið að hlið Vestmannaeyjar fjörutíu mínútum síðar. Meðan verið var að draga Vestmannaey til hafnar sendi Slökkvilið Fjarðabyggðar slökkviliðsmenn til móts við skipin um borð í hafnsögubátnum Vetti. Þeir voru með hitamyndavél og hún sýndi að líklegast væri enginn eldur um borð í Vestmannaey en mikill hiti væri í vélarúminu. Það var svo opnað við bryggju í nótt og sannaðist að eldurinn var kulnaður. Í lok greinarinnar á vef Síldarvinnslunnar færir Birgir áhöfn Bergeyjar, Landhelgisgæslunni, Slökkviliði Fjarðabyggðar og áhöfninni á Vetti þakkir fyrir aðstoðina. Hann segir vélar skipsins hafa orðið fyrir miklu tjóni og nú verið farið að huga að viðgerð.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58 Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vestmannaey kominn til hafnar eftir bruna um borð Ísfiskstogarinn Vestmanney VE er kominn til hafnar í Neskaupstað en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins síðdegis í gær. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. 28. október 2021 06:58
Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27. október 2021 23:01