LeBron James og félagar höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum og voru að vissu leyti með bakið uppvið vegg er liðið mætti Memphis í nótt. Þrátt fyrir magnaðan leik Morant fór það svo að Lakers marði sigur með þriggja stiga mun, 121-118.
Morant skoraði 40 stig í leiknum og gaf 10 stoðsendingar. Er hann fyrsti leikmaður í sögu Memphis Grizzlies sem skorar 40 stig eða meira ásamt því að gefa 10 stoðsendingar í einum og sama leiknum.
Morant fór þó illa að ráði sínu á vítalínunni undir lok leiks. Það er þó erfitt að kenna honum um tapið þar sem hann var aðalástæða þess að Memphis átti möguleika á sigri til að byrja með.
Ja Morant scores from EVERYWHERE to give the @memgrizz 40 PTS on the night and become the first player in franchise history with 40 PTS and 10 AST in a game pic.twitter.com/9Q0WUaUGAe
— NBA (@NBA) October 25, 2021
Ja Morant s move on Bazemore
— Ballislife.com (@Ballislife) October 25, 2021
pic.twitter.com/fPDjnd37iF
Eins og Kjartan Atli Kjartansson kom inn á í upphitun Vísis fyrir NBA-deildina þá verður einkar áhugavert að fylgjast með Morant og Memphis í vetur. Liðið hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og var hársbreidd frá því að halda sigurgöngunni áfram gegn Lakers í nótt.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.