Guðlaug Edda segir fjórða mánuðinn þann erfiðasta: Vonin byrjar í myrkrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 10:32 Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima í lítilli laug sem hún keypti í Costco eftir að sundlaugum var lokað vegna Covid-19. Leikunum var á endanum frestað til ársins 2021 og hún datt síðan út eftir að hún meiddist á mjöðm. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vinnur markvisst af því að koma til baka eftir efið meiðsli og stóra aðgerð á mjöðm. Það er ekki alltaf dans á rósum í endurkomunni eins og hún segir frá í nýjum pistli. „Vonin byrjar í myrkrinu, þrjóska vonin um að ef þú bara mætir og reynir að gera hið rétta, þá muni allt ganga upp,“ byrjaði Guðlaug Edda pistil sinn sem hún skrifar á ensku. „Ég vildi óska að eftir þessa mánuði væri endurkoman bros, sólskin og í regnbogans litum en það er víst ekki svo. Ég er enn á ferð með endurkomulestinni eftir aðgerðina. Það er svo margt í mínu lífi sem ég stjórna ekki en ég keyri áfram og trúi að það munu skila sér ef ég reyni að gera rétta hluti á hverjum degi,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Fjórði mánuðurinn hefur verið sá erfiðasti hingað til frá aðgerðinni og það eru margar ástæður fyrir því. Ég er að æfa nokkuð eðlilega núna og mjöðmin sem aðgerðin var á er að verða sterkari og sterkari. Það hefur samt verið erfitt að vera ekki í formi og þurfa að æfa ein. Á sama tíma er ég að reyna að safna peningnum fyrir aðgerðinni, ég er að reyna að lifa lífinu og ég er enn að læra að treysta líkamanum mínum á ný,“ skrifar Guðlaug Edda. Það er enn hægt að hjálpa henni að safna fyrir aðgerðinni með því að styrkja hana hér. Það verður samt ekkert að því að hún keppi á síðustu þríþrautarmótum ársins. „Ég var að vonast til þess að geta tekið þátt í móti áður en tímabilið kláraðist en vissi samt að það yrði langsótt. Það var samt stjarnan mín í myrkrinu þegar ég var að komast fyrst af stað eftir aðgerðina. Ég hugsaði kannski of mikið um það. Þó að ég hafi getað æft og sé byrjuð að hlaupa aftur þá hef ég ekki nægan tíma til að koma mér í keppnisform. Ég gerði allt sem ég gat en það er ekki að hægt að flýta sér of mikið í þessu,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Guðlaug Edda hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum en hefur nú tekið þá ákvörðun að koma aftur heim til Íslands til að sækja orku og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. „Um leið og ég tók þá ákvörðun að keppa ekki heltist yfir mig sorg, þunglyndi, vonbrigði og leiði. Þetta ár hefur ekki verið neitt annað en hörmulegt og ég er útkeyrð. Ég þarf tíma með mínu fólki til að endurræsa mig eftir að hafa eytt öllum tímanum mínum í Bandaríkjunum í aðgerð og endurhæfingu,“ skrifar Guðlaug Edda. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og vonandi tekst mér að sýna mitt besta í mörgum keppnum á næsta ári og kannski keppi ég í nokkrum keppnum hér líka. Takk fyrir árið 2021, ég er tilbúin fyrir 2022. Sjáumst bráðum í Reykjavík,“ skrifar Guðlaug Edda. Þríþraut Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
„Vonin byrjar í myrkrinu, þrjóska vonin um að ef þú bara mætir og reynir að gera hið rétta, þá muni allt ganga upp,“ byrjaði Guðlaug Edda pistil sinn sem hún skrifar á ensku. „Ég vildi óska að eftir þessa mánuði væri endurkoman bros, sólskin og í regnbogans litum en það er víst ekki svo. Ég er enn á ferð með endurkomulestinni eftir aðgerðina. Það er svo margt í mínu lífi sem ég stjórna ekki en ég keyri áfram og trúi að það munu skila sér ef ég reyni að gera rétta hluti á hverjum degi,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Fjórði mánuðurinn hefur verið sá erfiðasti hingað til frá aðgerðinni og það eru margar ástæður fyrir því. Ég er að æfa nokkuð eðlilega núna og mjöðmin sem aðgerðin var á er að verða sterkari og sterkari. Það hefur samt verið erfitt að vera ekki í formi og þurfa að æfa ein. Á sama tíma er ég að reyna að safna peningnum fyrir aðgerðinni, ég er að reyna að lifa lífinu og ég er enn að læra að treysta líkamanum mínum á ný,“ skrifar Guðlaug Edda. Það er enn hægt að hjálpa henni að safna fyrir aðgerðinni með því að styrkja hana hér. Það verður samt ekkert að því að hún keppi á síðustu þríþrautarmótum ársins. „Ég var að vonast til þess að geta tekið þátt í móti áður en tímabilið kláraðist en vissi samt að það yrði langsótt. Það var samt stjarnan mín í myrkrinu þegar ég var að komast fyrst af stað eftir aðgerðina. Ég hugsaði kannski of mikið um það. Þó að ég hafi getað æft og sé byrjuð að hlaupa aftur þá hef ég ekki nægan tíma til að koma mér í keppnisform. Ég gerði allt sem ég gat en það er ekki að hægt að flýta sér of mikið í þessu,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Guðlaug Edda hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum en hefur nú tekið þá ákvörðun að koma aftur heim til Íslands til að sækja orku og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. „Um leið og ég tók þá ákvörðun að keppa ekki heltist yfir mig sorg, þunglyndi, vonbrigði og leiði. Þetta ár hefur ekki verið neitt annað en hörmulegt og ég er útkeyrð. Ég þarf tíma með mínu fólki til að endurræsa mig eftir að hafa eytt öllum tímanum mínum í Bandaríkjunum í aðgerð og endurhæfingu,“ skrifar Guðlaug Edda. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og vonandi tekst mér að sýna mitt besta í mörgum keppnum á næsta ári og kannski keppi ég í nokkrum keppnum hér líka. Takk fyrir árið 2021, ég er tilbúin fyrir 2022. Sjáumst bráðum í Reykjavík,“ skrifar Guðlaug Edda.
Þríþraut Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti