Anníe og Katrín keppa við hvor aðra á hverjum degi: Þetta er geðveikt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 08:30 Það geislaði af þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur í viðtalinu. S2 Sport Þetta eru sérstakir dagar hjá íslensku CrossFit konunum Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur. Í fyrsta sinn fá þær tækifæri til að undirbúa sig saman fyrir stórt mót. Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Báðar eru þær á leiðinni til Texas á næstunni til að keppa á Rogue Invitational mótinu sem er boðsmót fyrir þær bestu í CrossFit heiminum. Katrín Tanja hefur undanfarin ár eytt mestum tíma í undirbúning sinn fyrir mót út í Bandaríkjunum en þetta haustið hefur hún verið heima á Íslandi. Katrín og Anníe eru miklar vinkonur og gripu tækifærið og hafa æft mikið saman. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar og ræddi við þær um síðustu vikurnar hjá þeim tveimur. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) „Við erum að fara út á Rogue eftir viku og það eru tvær vikur í mót. Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir mót saman og verið raunverulega að æfa saman,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er oft sem við fáum að æfa þegar tímabilið er ekki í gangi en núna erum við bara að keppa á hverjum degi. Þetta er geðveikt,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Katrín Tanja segir keppnina mikla á milli þeirra á æfingunum sem ætti að skila sér. Hún tók eitt dæmi. „Við erum báðar mjög góðar á vélum. Það væri því mjög auðvelt að vera kannski fimm sekúndum hægari en að vera samt að reyna mikið á sig. Þarna vorum við bara og það var ekki hægt að hægja á sér í eina sekúndu því pressan var á allan tímann. Það er ógeðslega gaman. Við erum því að fá hundrað prósent út úr öllu,“ segir Katrín Tanja. Klippa: Viðtal við Anníe og KAT: Njóta þess að æfa saman alla daga Er þetta þá kannski eitt besta undirbúningstímabil sem þær hafa fengið? „Já en að sjálfsögðu er þetta stuttur tími eftir heimsleikana og að gera sig tilbúna fyrir næsta mót því maður myndi aldrei velja það. Þetta er skemmtilegasti undirbúningur fyrir mót sem ég hef haft,“ segir Anníe Mist. „Ég er alveg sammála því þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Líka af því að þetta er í fyrsta skiptið í ótrúlega langan tíma sem ég hef fengið tækifæri til að vera bara heima,“ segir Katrín og heldur áfram. „Mér hefur fundið ég síðustu sjö ár, eitthvað svoleiðis, þá kem ég heim og er á hlaupum að hitta alla en svo er maður bara farinn aftur út. Núna er ég bara heima, er bara í rútínu og við erum að fá að æfa saman og vera saman. Það er því ótrúlega mikið sem við höfum fengið að gera saman,“ segir Katrín. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira