Innlent

Komu í sjúkraflugi frá Tenerife

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Konurnar voru lagðar inn á  Landspítala við heimkomuna. 
Konurnar voru lagðar inn á  Landspítala við heimkomuna.  Vísir/Vilhelm

Allar konurnar fimm sem slösuðust þann 12. september síðastliðinn á spænsku eyjunni Tenerife þegar pálmatré féll á þær eru komnar heim. Tvær þeirra liggja nú á Landspítalanum með alvarleg meiðsl víða um líkamann. 

Tvær íslenskar konur sem slösuðust alvarlega á spænsku eyjunni Tenerife þann 12. september þegar pálmatré féll ofan á þær og þrjár vinkonur þeirra, komu heim í fyrradag. 

Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan fjögur síðdegis sunnudaginn 12. september. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Þær voru í vinkonuferð í sólinni.

Tvær þeirra slösuðust alvarlega og voru á gjörgæslu á eyjunni þar til þeim var flogið heim í fyrradag með sjúkraflugvél ásamt lækni og hjúkrunarfræðingi að sögn eiginmanns annarrar þeirrar. Hinar þrjár slösuðust minna og komu heim til Íslands í síðustu viku. 

Konurnar tvær  voru lagðar inn á  Landspítala við heimkomuna en þær slösuðust meðal annars á baki og rifbeinsbrotnuðu þegar tréð féll á þær. Eiginmenn þeirra sem flugu út til þeirra eftir slysið komu heim í gær en fá ekki að heimsækja þær fyrr en neikvæð niðurstaða kemur úr PCR- prófi í dag. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.