Innlent

Framsókn og Vinstri græn með flest spil á hendi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
visir-img
Vísir/Egill

Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Viðreisn koma oftast við sögu í mögulegum ríkisstjórnum eftir kosningar, ef marka má þingsætaspá Morgunblaðsins, sem byggir á þremur síðustu könnunum MMR fyrir blaðið.

Frá þessu er greint á mbl.is.

Ef spáin gengur eftir verður ekki hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn en sjö fjögurra flokka stjórnir eru mögulegar og átta fimm flokka stjórnir. Framsóknarflokkurinn á þátt í þrettán af fimmtán mögulegum ríkisstjórnum, Vinstri græn tólf og Viðreisn tíu.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eiga sjö möguleika í stöðunni, samkvæmt þingsætaspánni.

Spáin gerir ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimmtán þingmenn, Framsóknarflokkurinn níu, Samfylkingin átta, Vinstri græn og Viðreisn sjö, Píratar sex, Sósíalistar fimm og Flokkur fólksins og Miðflokkurinn þrjá hvor.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×