Sjómenn slíta viðræðum: „Vilja eignast Ísland og auðlindir okkar án þess að greiða fyrir það“ Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2021 10:14 Harka hefur færst í kjaraviðræður sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja. Vísir/Sigurjón Stéttarfélög sjómanna slitu í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viðræður hafa átt sér stað í nokkra mánuði en kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir frá því í lok 2019. Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir að viðræðurnar strandi einna helst á lífeyrissjóðsmálum. Farið sé fram á að mótframlag í lífeyrissjóð hækki um 3,5 prósentustig líkt og hjá launafólki en útgerðir vilji ekki mæta þeim kröfum án þess að skerða aðrar tekjur sjómanna. „Þeirra tilboð er alltaf að sjómenn borgi það sjálfir og rúmlega það. Þeir eru bara ekki tilbúnir til að semja við okkur.“ Engin ákvörðun hafi verið tekin um verkfallsaðgerðir. Hafnar því að launakostnaður sé að sliga útgerðir Haldnir hafa verið 20 fundir hjá ríkissáttasemjara eftir að samningar losnuðu fyrir 21 mánuði en þá eru ótaldir aðrir fundir samningsaðila. Í tilkynningu frá SFS segir að launakostnaður sé hár í fiskveiðum og að samtökin áætli að viðbótarkostnaður útgerða myndi hlaupa á milljörðum króna ár hvert ef fallist yrði á kröfur sjómanna. „Ef gengið yrði að kröfum stéttarfélaganna, má ljóst vera að mörg fyrirtæki gætu ekki staðið undir þeim og einstakir útgerðarflokkar gætu jafnvel lagst af. Slíkt þjónar hvorki hagsmunum sjómanna í heild né samfélagsins.“ Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Bergur hafnar þessum málflutningi SFS. „Þetta er bara bull. Það sjá það allir landsmenn þegar útgerðarmenn gefa út afkomutölur og borga sér út arð að þetta getur ekki staðist. Það er enginn iðnaður á Íslandi sem getur greitt út jafnmikinn arð og sjávarútvegsfyrirtækin svo það er ekki launakostnaðurinn sem er að drepa þau.“ Félögin hafi lagt fram sameiginlegar kröfur Hann segir að næst muni verkalýðsfélögin setjast saman og fara yfir stöðuna. Að sögn SFS er nokkur munur á kröfum einstakra stéttarfélaga sjómanna. Bergur vísar þessu sömuleiðis á bug. „Það er enginn munur. Þeir eru bara að ljúga þar vegna þess að öll stéttarfélögin sátu saman við borðið á móti þeim hjá ríkissáttasemjara, voru með sameiginlega kröfu og gerðu sameiginlegt tilboð. Þeir hefðu getað samið við öll stéttarfélögin í einu vegna þess að þessi félög voru öll með sameiginlegar kröfur, sem þeir höfnuðu.“ Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja vilji „eignast Ísland og auðlindirnar“ Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélagi Grindavíkur og Sjómannafélagi Íslands segir að „óbilgirni útgerðarmanna, hroki og græðgi“ komi í veg fyrir að samningar náist. Aðalkrafa stéttarfélaga sjómanna hafi verið að sama sé greitt fyrir sjómenn í lífeyrissjóð og aðra landsmenn. Þessu hafi útgerðarmenn algjörlega hafnað en tjáð forystumönnum sjómanna að það sé í lagi þeirra vegna að sjómenn greiði sjálfir fyrir hækkun í lífeyrissjóð til dæmis með því að greiða hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Sjómenn hafa verið án kjarasamnings í 21 mánuð.Vísir/vilhelm Að sögn stéttarfélaganna kostar hækkun lífeyrisréttinda útgerðir 1,5 milljarð króna á ári. Forystumenn segi að útgerðin hafi ekki efni á því þrátt fyrir að ríkið hafi lækkað tryggingagjald til móts við aukið mótframlag í lífeyrissjóð. Þetta hafi leitt til þess að útgerðarfyrirtæki borgi nú um 600 milljónum króna minna í tryggingagjald en árið 2016. Þá segir að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi verið rétt tæpir 209 milljarðar á árunum 2010 til 2019. „Það er staðreynd að útgerðarfyrirtæki stórgræði, það er staðreynd að eigendur þeirra stórgræði og það er staðreynd að eigendur fyrirtækjanna vilja fjárfesta í flestu nema sínu starfsfólki. Þau vilja eignast Ísland og auðlindir okkar án þess að greiða fyrir það,“ segir í harðorðri yfirlýsingu frá stéttarfélögum sjómanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir að viðræðurnar strandi einna helst á lífeyrissjóðsmálum. Farið sé fram á að mótframlag í lífeyrissjóð hækki um 3,5 prósentustig líkt og hjá launafólki en útgerðir vilji ekki mæta þeim kröfum án þess að skerða aðrar tekjur sjómanna. „Þeirra tilboð er alltaf að sjómenn borgi það sjálfir og rúmlega það. Þeir eru bara ekki tilbúnir til að semja við okkur.“ Engin ákvörðun hafi verið tekin um verkfallsaðgerðir. Hafnar því að launakostnaður sé að sliga útgerðir Haldnir hafa verið 20 fundir hjá ríkissáttasemjara eftir að samningar losnuðu fyrir 21 mánuði en þá eru ótaldir aðrir fundir samningsaðila. Í tilkynningu frá SFS segir að launakostnaður sé hár í fiskveiðum og að samtökin áætli að viðbótarkostnaður útgerða myndi hlaupa á milljörðum króna ár hvert ef fallist yrði á kröfur sjómanna. „Ef gengið yrði að kröfum stéttarfélaganna, má ljóst vera að mörg fyrirtæki gætu ekki staðið undir þeim og einstakir útgerðarflokkar gætu jafnvel lagst af. Slíkt þjónar hvorki hagsmunum sjómanna í heild né samfélagsins.“ Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Bergur hafnar þessum málflutningi SFS. „Þetta er bara bull. Það sjá það allir landsmenn þegar útgerðarmenn gefa út afkomutölur og borga sér út arð að þetta getur ekki staðist. Það er enginn iðnaður á Íslandi sem getur greitt út jafnmikinn arð og sjávarútvegsfyrirtækin svo það er ekki launakostnaðurinn sem er að drepa þau.“ Félögin hafi lagt fram sameiginlegar kröfur Hann segir að næst muni verkalýðsfélögin setjast saman og fara yfir stöðuna. Að sögn SFS er nokkur munur á kröfum einstakra stéttarfélaga sjómanna. Bergur vísar þessu sömuleiðis á bug. „Það er enginn munur. Þeir eru bara að ljúga þar vegna þess að öll stéttarfélögin sátu saman við borðið á móti þeim hjá ríkissáttasemjara, voru með sameiginlega kröfu og gerðu sameiginlegt tilboð. Þeir hefðu getað samið við öll stéttarfélögin í einu vegna þess að þessi félög voru öll með sameiginlegar kröfur, sem þeir höfnuðu.“ Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja vilji „eignast Ísland og auðlindirnar“ Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélagi Grindavíkur og Sjómannafélagi Íslands segir að „óbilgirni útgerðarmanna, hroki og græðgi“ komi í veg fyrir að samningar náist. Aðalkrafa stéttarfélaga sjómanna hafi verið að sama sé greitt fyrir sjómenn í lífeyrissjóð og aðra landsmenn. Þessu hafi útgerðarmenn algjörlega hafnað en tjáð forystumönnum sjómanna að það sé í lagi þeirra vegna að sjómenn greiði sjálfir fyrir hækkun í lífeyrissjóð til dæmis með því að greiða hluta af auðlindagjöldum útgerðarmanna. Sjómenn hafa verið án kjarasamnings í 21 mánuð.Vísir/vilhelm Að sögn stéttarfélaganna kostar hækkun lífeyrisréttinda útgerðir 1,5 milljarð króna á ári. Forystumenn segi að útgerðin hafi ekki efni á því þrátt fyrir að ríkið hafi lækkað tryggingagjald til móts við aukið mótframlag í lífeyrissjóð. Þetta hafi leitt til þess að útgerðarfyrirtæki borgi nú um 600 milljónum króna minna í tryggingagjald en árið 2016. Þá segir að hreinn hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi verið rétt tæpir 209 milljarðar á árunum 2010 til 2019. „Það er staðreynd að útgerðarfyrirtæki stórgræði, það er staðreynd að eigendur þeirra stórgræði og það er staðreynd að eigendur fyrirtækjanna vilja fjárfesta í flestu nema sínu starfsfólki. Þau vilja eignast Ísland og auðlindir okkar án þess að greiða fyrir það,“ segir í harðorðri yfirlýsingu frá stéttarfélögum sjómanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira