Innlent

Straumar og stefnur kosninga­bar­áttunnar á Sprengi­sandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf í dag. Fyrstu gestir eru Lilja Alfreðsdóttir, Daði Már Kristófersson og Gunnar Smári Egilsson sem ætla að freista þess að draga fram og skýra helstu strauma og stefnur í þessari kosningabaráttu sem yfir stendur.

Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins og Ingólfur Ævarsson frá tölvuleikjafyrirtækinu 1939 Games ætla að fjalla um það sem þau kalla „stærsta efnahagsmál samtímans,“ það er að segja vöxtinn í hugverka- og nýsköpunargeiranum.

Gylfi Zoëga hagfræðingur ætlar að fjalla um efnahagsumhverfið, vextir fara hækkandi á ný og Seðlabankastjórinn virkaði bara kátur með það - hvert liggur leiðin á þessum stærstu innspýtingartímum opinbers fjár í efnahagslífið á síðari tímum? Skapar hún land tækifæranna eða eitthvað allt annað?

Tinna Hallgrímsdóttir er formaður Ungra umhverfissinna. Þeir fullyrða að íslenskir stjórnmálaflokkar séu - margir hverjir og flestir reyndar - lélegir í loftslagsmálum og þurfi að endurskoða stefnu sína. Tinna rekur gagnrýni sína á flokkana og ástæður þess að þeir fá lága einkunn hjá þessu unga fólki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.