Sport

Thelma Björg lauk leik á Ólympíu­mótinu í nótt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thelma Björg Björnsdóttir.
Thelma Björg Björnsdóttir. IFSPORT.IS/SVERRIR GÍSLASON

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir lauk í nótt leik á Ólympíumótinu í Tókýó er hún synti í undanrásum 400 metra skriðsundsins. Var það hennar seinni grein á mótinu.

Thelma Björg endaði í sjöunda sæti af sjö keppendum. Hún synti 400 metrana í nótt á 6:31,67 mínútum. 

Í viðtali við RÚV eftir sund næturinnar sagði Thelma Björg að hún væri nokkuð ánægð með daginn, sundið hefði tekið mikið á og að hún hlakkaði til að komast upp á hótel að hvíla sig.

Thelma Björg hefur ekki lagt mikla áherslu á skriðsundið til þessa en fyrr á Ólympíumótinu komst hún í úrslit í 100 metra bringusundi þar sem hún endaði í 8. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×