Mælum það sem skiptir máli Halldóra Mogensen skrifar 1. september 2021 10:30 Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Efnahagsmál Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun