Körfubolti

Grískur reynslu­bolti til Njarð­víkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fotios Lampropoulos mun spila með Njarðvík í vetur.
Fotios Lampropoulos mun spila með Njarðvík í vetur. Juan Carlos García Mate/Getty Images

Njarðvík heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í efstu deild karla í körfubolta og ljóst er að liðið ætlar sér stóra hluti í vetur.

Hinn 37 ára gamli Fotios Lampropoulos ku hafa samið við félagið nýverið samkvæmt heimildum Karfan.is.

Grikkinn leikur í stöðu miðherja og er litlir 2.06 metrar á hæð. Hann lék síðast með Al Sadd í Katar en hefur leikið í mörgum af sterkari deildum Evrópu. Til að mynda lék hann með Estudientes í ACB-deildinni á Spáni árið 2019.

Þá lék Fotios með Nicholas Richotti hjá Tenerife á Spáni á sínum tíma en sá síðarnefndi samdi við Njarðvík á dögunum. Ásamt því að sækja þá tvo hefur Haukur Helgi Pálsson samið við Njarðvíkinga sem og Dedrick Basile.

Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari liðsins, mun því mæta með töluvert breytt lið til leiks þegar körfuboltinn fer að rúlla hér heima á nýjan leik í október.


Tengdar fréttir

Bak­vörðurinn Basi­le til Njarð­víkur

Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile mun leika með Njarðvík í efstu deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Basile átti stórgott tímabil með Þór Akureyri á síðustu leiktíð og vonast Njarðvíkingar eftir annarri eins frammistöðu í vetur.

Richotti til Njarðvíkur

Körfuknattleiksliði Njarðvíkur hefur aldeilis borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta. Nicolas Richotti kemur frá Palencia í næst efstu deild Spánar en hann lék í áratug fyrir Tenerife í efstu deild þar í landi. Þetta kemur fram á vefnum www.karfan.is.

Haukur Helgi í Njarð­vík

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta. 

Benedikt Guðmundsson tekur við Njarðvík

Benedikt Guðmundsson mun þjálfa karlalið Njarðvíkur í Domino's deildinni næstu þrjú ár. Samningar þess efnis voru undirritaðir á dögunum en Benedikt mun einnig taka að sér þjálfun yngri flokka félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.